Dwyane Wade, leikmaður Miami Heat, grét fögrum gleðitárum á blaðamannafundi í gær þegar kirkja sem hann keypti nýverið handa móður sinni var opnuð.
Jolinda Wade hefur ekki síður notið velgengni en sonur hennar síðustu ár og hefur náð langt. Fyrir sjö árum var hún nefnilega tukthúslimur, eiturlyfjaneytandi og eiturlyfjasali.
Í dag er hún trúuð kona sem á orðið sína eigin kirkju.
"Ég er svo stoltur af henni. Fólk heldur að ég sé kraftaverkið í fjölskyldunni, en að mínu mati er það mamma sem er kraftaverkið. Ég hef notið blessunar í mínu lífi, en hún hefur verið enn heppnari," sagði Dwyane Wade við tilefnið.