Hrefna Huld Jóhannesdóttir er gengin til liðs við Stjörnuna og skrifaði hún undir þriggja ára samning við félagið í dag.
Þetta kemur fram á fótbolta.net í dag en hún hefur á sínum ferli einnig leikið með Breiðabliki og ÍBV sem og norsku félagi.
Hún var þriðji markahæsti leikmaður Landsbankadeildarinnar í sumar er hún skoraði nítján mörk í átján leikjum með KR sem varð í öðru sæti deildarinnar.

