"Dagskipunin var sú að berja dálítið á þeim og maður verður auðvitað að gera það sem fyrir mann er lagt. Við erum minni en þeir og því verðum við að láta finna vel fyrir okkur," sagði Fannar Ólafsson kátur eftir sigur Íslendinga á Dönum í kvöld.
Fannar barðist eins og ljón í leiknum og lét Danina finna rækilega fyrir sér í baráttunni undir körfunni. Hann fagnaði því að vera að finna sitt gamla form eftir að hafa glímt við erfið meiðsli á síðasta tímabili.
"Skrokkurinn er allur að komast í lag, mér líður vel og nú vantar bara aðeins upp á leikformið - þá er maður orðinn góður. Ég tók eiginlega allt sumarið í frí og það er að borga sig, ég finn það núna," sagði Fannar, sem var frákastahæstur í íslenska liðinu með 10 stykki.
"Ég hefði verið til í að vinna þennan leik aðeins stærra af því það getur skipt máli þegar upp er staðið í svona jöfnum leik, en maður tekur sigurinn," sagði Fannar í samtali við Vísi.
Fannar: Sumarfríið borgaði sig

Mest lesið





„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti

Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti


Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti

Fleiri fréttir

Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
