Boston komið í 2-0 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. júní 2008 09:46 Derek Fisher reynir að komast fram hjá PJ Brown í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Nú er ljóst að baráttan um meistaratitilinn í NBA-deildinni mun ráðast á heimavelli Boston Celtics þó svo að LA Lakers vinni alla heimaleiki sína í seríunni. Boston er komið í 2-0 í einvíginu eftir sigur á heimavelli í nótt, 108-102. Boston vann þar með báða heimaleiki sína en næstu þrír leikir fara fram í Los Angeles. Ef með þarf, fara sjötti og sjöundi leikur rimmunnar fram í Boston. Allt útlit var fyrir öruggan sigur Boston í nótt er Lakers náði skyndilega að minnka muninn í tvö stig er tæplega mínúta var til leiksloka. Alls skoraði Lakers 41 stig í fjórða leikhluta og komst á 14-2 sprett undir lokin. Það hefur margoft sýnt sig og sannað í úrslitakeppninni að Paul Pierce er hjarta og sál Boston-liðsins. Hann sá til þess að Lakers náði ekki að stela sigrinum í blálokin og jók muninn aftur í fjögur stig á vítalínunni þegar skammt var til leiksloka. „Við erum með 2-0 forystu og ég er ánægður með sigurinn," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston eftir leik. „Ég var bara ekki ánægður með spilamennsku okkar í leiknum." Pierce var stigahæstur hjá Boston með 28 stig auk þess sem hann gaf átta stoðsendingar. Hann hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Leon Powe átti líka öflugan leik og skoraði 21 stig. Kevin Garnett og Ray Allen voru með sautján hver. Hjá Lakers var Koby Bryant stigahæstur með 30 stig auk þess sem hann var með átta stoðsendingar. Pau Gasol var með sautján stig og Vladimir Radmanovic þrettán en báðir voru þeir með tíu fráköst. NBA Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Nú er ljóst að baráttan um meistaratitilinn í NBA-deildinni mun ráðast á heimavelli Boston Celtics þó svo að LA Lakers vinni alla heimaleiki sína í seríunni. Boston er komið í 2-0 í einvíginu eftir sigur á heimavelli í nótt, 108-102. Boston vann þar með báða heimaleiki sína en næstu þrír leikir fara fram í Los Angeles. Ef með þarf, fara sjötti og sjöundi leikur rimmunnar fram í Boston. Allt útlit var fyrir öruggan sigur Boston í nótt er Lakers náði skyndilega að minnka muninn í tvö stig er tæplega mínúta var til leiksloka. Alls skoraði Lakers 41 stig í fjórða leikhluta og komst á 14-2 sprett undir lokin. Það hefur margoft sýnt sig og sannað í úrslitakeppninni að Paul Pierce er hjarta og sál Boston-liðsins. Hann sá til þess að Lakers náði ekki að stela sigrinum í blálokin og jók muninn aftur í fjögur stig á vítalínunni þegar skammt var til leiksloka. „Við erum með 2-0 forystu og ég er ánægður með sigurinn," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston eftir leik. „Ég var bara ekki ánægður með spilamennsku okkar í leiknum." Pierce var stigahæstur hjá Boston með 28 stig auk þess sem hann gaf átta stoðsendingar. Hann hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Leon Powe átti líka öflugan leik og skoraði 21 stig. Kevin Garnett og Ray Allen voru með sautján hver. Hjá Lakers var Koby Bryant stigahæstur með 30 stig auk þess sem hann var með átta stoðsendingar. Pau Gasol var með sautján stig og Vladimir Radmanovic þrettán en báðir voru þeir með tíu fráköst.
NBA Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira