Gengi krónunnar styrkist um um 0,37 prósent við upphafi viðskiptadags á gjaldeyrismarkaði í morgun og stóð gengisvísitalan í 147 stigum. Gengið gaf lítillega eftir nokkrum mínútum síðar. Gengið veiktist um 1,2 prósent í gær.
Gengisvísitalan fór hæst í rúm 158 stig skömmu eftir páska í enda síðasta mánaðar.
Bandaríkjadalur stendur í 72,7 krónum, breska pundið í 143 krónum og evran í 115 krónum.