Fótbolti

Liverpool jafnaði í viðbótartíma - Chelsea tapaði

Elvar Geir Magnússon skrifar
Maxi Rodriguez, markaskorari Atletico Madrid, í baráttunni gegn Javier Mascherano.
Maxi Rodriguez, markaskorari Atletico Madrid, í baráttunni gegn Javier Mascherano.

Seinni umferðin í riðlum A-D í Meistaradeild Evrópu hófst í kvöld. Chelsea gerði ekki góða ferð til Rómar og lenti þremur mörkum undir áður en John Terry minnkaði muninn. Deco fékk síðan að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Christian Panucci skoraði fyrsta mark leiksins áður en Mirko Vucinic bætti við tveimur mörkum fyrir Rómverja. Í hinum leik A-riðilsins vann Bordeaux 3-1 útisigur á Cluj.

Julio Cruz tryggði Inter jafntefli gegn Famagusta 3-3 með marki á 80. mínútu leiksins. Balotelli og Materazzi skoruðu hin mörk Ítalíumeistarana í leiknum. Panathinaikos tók Werder Bremen í kennslustund í Þýskalandi.

Eiður Smári Guðjohnsen var ónotaður varamaður þegar Barcelona náði aðeins að gera jafntefli gegn Basel 1-1. Leo Messi kom Börsungum yfir en gestirnir náðu að jafna. Í hinum leik C-riðils vann Sporting Lissabon 1-0 sigur á Shaktar Donetsk.

Atletico Madrid og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli í toppleik D-riðils. Maxi Rodriguez skoraði fyrir Atletico Madrid en Liverpool jafnaði úr vítaspyrnu þegar uppgefinn viðbótartími var liðinn. Sá vítaspyrnudómur var einfaldlega kolrangur en sænski dómarinn haggaðist ekki þrátt fyrir hörð mótmæli. Steven Gerrard skoraði af öryggi úr spyrnunni.

Hér að neðan má sjá úrslitin og stöðuna í riðlunum.

A-riðill:

Cluj - Bordeaux 1-2

Roma - Chelsea 3-1

Staðan:

1. Chelsea, 7 stig (+3 í markatölu)

2. Roma, 6 (+2)

3. Bordeaux, 6 (-4)

4. Cluj, 4 (-1)

B-riðill:

Famagusta - Inter 3-3

Werder Bremen - Panathinaikos 0-3

Staðan:

1. Inter, 8 stig (+3 í markatölu)

2. Famagusta, 5 (+1)

3. Panathinaikos, 4 (-1)

4. Werder Bremen, 3 (-3)

C-riðill:

Barcelona - Basel 1-1

Sporting - Shaktar Donetsk 1-0

Staðan:

1. Barcelona, 10 stig (+8 í markatölu)

2. Sporting, 9 (+2)

3. Shaktar Donetsk, 3 (-2)

4. Basel, 1 (-8)

D-riðill:

Liverpool - Atletico Madrid 1-1

Marseille - PSV Eindhoven 3-0

Staðan:

1. Atletico Madrid, 8 stig (+4 í markatölu)

2. Liverpool, 8 (+3)

3. Marseille, 3 (-1)

4. PSV Eindhoven, 3 (-6)










Fleiri fréttir

Sjá meira


×