Enski boltinn

Robinho segir Chelsea hafa boðið í sig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robinho fagnar marki með Real Madrid.
Robinho fagnar marki með Real Madrid. Nordic Photos / AFP

Brasilíski framherjinn Robinho sagði í sjónvarpsviðtali í heimalandi sínu í dag að Chelsea hafi rætt við Real Madrid um að festa kaup á sér nú í sumar.

Robinho er samningsbundinn Real Madrid til ársins 2010 en bæði hann og félagið hafa átt viðræður um að framlengja samninginn. Robinho mun vera óánægður með launin sem hann fær samkvæmt núverandi samningi sínum og gæti því verið spenntur fyrir því að fara til Chelsea.

Spænskir miðlar hafa haldið því fram að Real Madrid sé tilbúið að láta Robinho fara sem hluti af kaupum félagsins á Cristiano Ronaldo, leikmanns Manchester United, en Robinho segir að það sé ekkert hæft í því.

„Það hefur ekkert heyrst frá Manchester United en það gæti verið að ég fari til Chelsea enda er ég með tilboð í höndunum þess efnis. AC Milan hefur einnig áhuga en stjórn félagsins hefur beðið Real um leyfi til að ræða við umboðsmann minn."

Téður umboðsmaður, Wagner Ribeiro, segir að Chelsea sé reiðubúið að greiða Real Madrid 35 milljónir evra fyrir Robinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×