Landsliðskonan Guðrún Sóley Gunnarsdóttir hefur framlengt samning sinn við KR um eitt ár. Guðrún á að baki 192 leiki með KR og gekk í raðir liðsins á ný fyrir síðustu leiktíð eftir að hafa verið á mála hjá Breiðablik í tvö ár þar á undan.
Landsliðsmarkvörðurinn María Björg Ágústsdóttir einnig framlengt við KR og þá hefur liðið fengið Lilju Dögg Valþórsdóttur í síðar raðir á ný eftir eitt ár hjá HK/Víkingi.
Einnig hefur Embla Grétarsdóttir framlengt um eitt ár við félagið, en hún er orðin fjórði leikjahæsti leikmaður KR með 239 leiki á tíu ára ferli.
Þetta kemur fram á heimasíðu KR.