Krónan veikist í byrjun dags og stendur gengisvísitalan nú í 163,8 stigum. Hefur vísitalan styrkst um 0,63 prósent í morgun.
Evran kostar nú 127,9 krónur, dollarinn 81,4 krónur, breska pundið 162,3 krónur og danska krónan 17,15 krónur.
Gengisvísitalan náði hámarki 24. júní síðastliðinn þegar hún fór í 169 stig en 10. júlí var hún komin niður í 152 stig. Krónan hefur því veikst um 8 prósent á síðustu tveimur vikum.