Vegur til sátta Skúli Helgason skrifar 15. ágúst 2008 00:01 Ísland nýtur verðskuldaðrar athygli á alþjóðavettvangi fyrir gnótt endurnýjanlegrar orku og sérþekkingar á heimsmælikvarða á hagnýtingu grænnar orku. Hér liggur stærsta sóknarfæri Íslendinga á komandi árum en það getur hæglega breyst í andhverfu sína ef við förum ekki gætilega með fjöreggið. Vandi fylgir vegsemd hverri og ábyrgð okkar er mikil að vanda til verka þegar kemur að nýtingu hinnar grænu orku á heimavígstöðvunum. Þórunn Sveinbjarnardóttir er umhverfisráðherra sem stendur undir nafni og tekur alvarlega það hlutverk að standa vörð um þau verðmæti sem felast í náttúru landsins. Átökin um stóriðjuuppbyggingu eru líkt og hermálið á síðustu öld það pólitíska deiluefni sem valdið hefur djúpstæðari klofningi meðal þjóðarinnar en nokkur önnur á fyrsta áratug þessarar aldar. En með ákvörðun umhverfisráðherra um að virkjanir fyrir norðan og álver á Bakka skuli fara í sameiginlegt umhverfismat er stigið mikilvægt skref í átt til sátta milli sjónarmiða náttúruverndar og nýtingar orkuauðlinda. Þessi fullyrðing kann að koma þeim spánskt fyrir sjónir sem heyrt hafa stóryrtar yfirlýsingar stuðningsmanna álvers á Bakka, en þeir finna úrskurði umhverfisráðherra allt til foráttu og tala eins og himinn og jörð séu að farast. En kjarni málsins er sá að það verður enginn friður um orkufrekan iðnað í landinu á næstu árum nema jafnvægis verði gætt milli sjónarmiða auðlindanýtingar og náttúruverndar og leitað leiða til að tryggja að framkvæmdir feli ekki í sér óafturkræfar fórnir á viðkvæmum náttúruperlum. Ákvörðun umhverfisráðherra er besta leiðin til að gefa framkvæmdunum fyrir norðan eins konar gæðavottorð því ef niðurstaða umhverfismatsins verður jákvæð mun það koma framkvæmdaaðilunum betur þegar til lengri tíma er litið að fram hafi farið svo vandað umhverfismat. Formælendur framkvæmdanna bera sig illa vegna þess að ákvörðun um sameiginlegt umhverfismat geti seinkað verkefninu. Hér er nauðsynlegt að gera greinarmun á umhverfismatsferlinu annars vegar og framkvæmdaferlinu hins vegar. Ljóst er að matsferlinu mun seinka um einhverja mánuði en ráðherra hefur lagt áherslu á að ferlinu sem er á höndum Skipulagsstofnunar verði þó hraðað sem kostur er. Lengra matsferli þýðir hins vegar ekki að töf verði á framkvæmdunum að matsferli loknu. Norðlendingar geta því andað rólega og eiga að nýta sér sóknarfærin sem felast í því að framkvæmdirnar verði undirbúnar af vandvirkni og í sátt við umhverfið. Það er sú stefna sem við Íslendingar eigum að hafa í heiðri og vísar veginn frá þeirri blindu stóriðjustefnu sem fyrri ríkisstjórn fylgdi á sínum tólf ára ferli og fólst í skilyrðislausum forgangi stóriðju í íslensku atvinnulífi á kostnað annarrar atvinnustarfsemi. Samfylkingin í ríkisstjórn vinnur samkvæmt þeirri stefnu að skapa jafnræði ríki milli atvinnugreina á Íslandi, með aukinni áherslu á nýsköpun og hátækni og vistvæna orkustefnu þar sem saman fer skynsamleg nýting náttúruauðlinda og virðing fyrir sjónarmiðum náttúruverndar. Það er vegurinn til sátta og leiðin úr því öngstræti að umræða um umhverfismál á Íslandi hverfist að mestu um afstöðu til tiltekinna álverksmiðja meðan risavaxin viðfangsefni eins og viðbrögð við loftslagsvá heima og á heimsvísu falla í skuggann. Umhverfisráðherra hefur gefið tóninn. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Ísland nýtur verðskuldaðrar athygli á alþjóðavettvangi fyrir gnótt endurnýjanlegrar orku og sérþekkingar á heimsmælikvarða á hagnýtingu grænnar orku. Hér liggur stærsta sóknarfæri Íslendinga á komandi árum en það getur hæglega breyst í andhverfu sína ef við förum ekki gætilega með fjöreggið. Vandi fylgir vegsemd hverri og ábyrgð okkar er mikil að vanda til verka þegar kemur að nýtingu hinnar grænu orku á heimavígstöðvunum. Þórunn Sveinbjarnardóttir er umhverfisráðherra sem stendur undir nafni og tekur alvarlega það hlutverk að standa vörð um þau verðmæti sem felast í náttúru landsins. Átökin um stóriðjuuppbyggingu eru líkt og hermálið á síðustu öld það pólitíska deiluefni sem valdið hefur djúpstæðari klofningi meðal þjóðarinnar en nokkur önnur á fyrsta áratug þessarar aldar. En með ákvörðun umhverfisráðherra um að virkjanir fyrir norðan og álver á Bakka skuli fara í sameiginlegt umhverfismat er stigið mikilvægt skref í átt til sátta milli sjónarmiða náttúruverndar og nýtingar orkuauðlinda. Þessi fullyrðing kann að koma þeim spánskt fyrir sjónir sem heyrt hafa stóryrtar yfirlýsingar stuðningsmanna álvers á Bakka, en þeir finna úrskurði umhverfisráðherra allt til foráttu og tala eins og himinn og jörð séu að farast. En kjarni málsins er sá að það verður enginn friður um orkufrekan iðnað í landinu á næstu árum nema jafnvægis verði gætt milli sjónarmiða auðlindanýtingar og náttúruverndar og leitað leiða til að tryggja að framkvæmdir feli ekki í sér óafturkræfar fórnir á viðkvæmum náttúruperlum. Ákvörðun umhverfisráðherra er besta leiðin til að gefa framkvæmdunum fyrir norðan eins konar gæðavottorð því ef niðurstaða umhverfismatsins verður jákvæð mun það koma framkvæmdaaðilunum betur þegar til lengri tíma er litið að fram hafi farið svo vandað umhverfismat. Formælendur framkvæmdanna bera sig illa vegna þess að ákvörðun um sameiginlegt umhverfismat geti seinkað verkefninu. Hér er nauðsynlegt að gera greinarmun á umhverfismatsferlinu annars vegar og framkvæmdaferlinu hins vegar. Ljóst er að matsferlinu mun seinka um einhverja mánuði en ráðherra hefur lagt áherslu á að ferlinu sem er á höndum Skipulagsstofnunar verði þó hraðað sem kostur er. Lengra matsferli þýðir hins vegar ekki að töf verði á framkvæmdunum að matsferli loknu. Norðlendingar geta því andað rólega og eiga að nýta sér sóknarfærin sem felast í því að framkvæmdirnar verði undirbúnar af vandvirkni og í sátt við umhverfið. Það er sú stefna sem við Íslendingar eigum að hafa í heiðri og vísar veginn frá þeirri blindu stóriðjustefnu sem fyrri ríkisstjórn fylgdi á sínum tólf ára ferli og fólst í skilyrðislausum forgangi stóriðju í íslensku atvinnulífi á kostnað annarrar atvinnustarfsemi. Samfylkingin í ríkisstjórn vinnur samkvæmt þeirri stefnu að skapa jafnræði ríki milli atvinnugreina á Íslandi, með aukinni áherslu á nýsköpun og hátækni og vistvæna orkustefnu þar sem saman fer skynsamleg nýting náttúruauðlinda og virðing fyrir sjónarmiðum náttúruverndar. Það er vegurinn til sátta og leiðin úr því öngstræti að umræða um umhverfismál á Íslandi hverfist að mestu um afstöðu til tiltekinna álverksmiðja meðan risavaxin viðfangsefni eins og viðbrögð við loftslagsvá heima og á heimsvísu falla í skuggann. Umhverfisráðherra hefur gefið tóninn. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun