Innlendir vendipunktar: Flugleiðin til Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar 27. desember 2008 08:00 Frá Malaví og heim er 32ja tíma ferð úr höfga regntímabilsins í hvítan jólasnjó. Í kjöltu mér þegar flugvélin brunar í átt að þrumuskýjum: Ræða seðlabankastjóra hjá Viðskiptaráði. Ég undirbý mig andlega fyrir heimkomu. Niðri sprettur maís á ökrum. Ef ekki rignir hressilega verður þjóðin hungri að bráð. Hún lifir á bláþræði sem duttlungar náttúrunnar spinna; 13 milljónir manna í landi á stærð við Ísland. Meirihluti hefur minna en 250 krónur á dag til að lifa af, fjórða hvert barn vannært, ungabarnadauði og bráðdrepandi sjúkdómar hluti af daglegu lífi. Í samanburði við Malava geta Íslendingar þakkað fyrir sína kreppu. Þetta er undarleg ferð heim. Heima. Ég spilaði samnefndan mynddisk með Sigrrós hvert einasta kvöld undanfarnar vikur til að horfa á landið: Fjöllin, fossana, sandana, hafið - og andlitin á fólkinu á tónleikaferðalagi þeirra drengja. Mjólkurhvítu andlitin. Lömb leidd til slátrunar. The Economist er í Jóhannesarborg og þar stendur að bankahrunið á Íslandi sé það stærsta í sögunni miðað við hina frægu höfðatölu. 20 sinnum stærra en bankakreppan í Svíþjóð. Hvernig gat þetta gerst? Hvernig getur ríkasta þjóð í heimi orðið gjaldþrota án þess að nokkur sé ábyrgur? Framundan er Simbabwe. Ræða Davíðs er lengsta ,,ekki-benda-á-mig" ræða Íslandssögunnar. Í henni er Seðlabankinn bara veðurklúbburinn á Dalvík, mælir vindhraða en gerir ekkert í honum; spáir á rósamáli fyrir innvígða en hastar hvorki á veður né vötn. Fjármálaeftirlitið á tunglinu, en samt á Seðlabankinn mann í stjórn. Í Simbabwe er allt komið til fjandans en Mugabe segist ekki fara neitt því án sín fari allt ennþá meira til fjandans. Hundruð þúsunda manna svelta, kóleruplága, gjaldmiðill sem er enn aumari en krónan, við erum í 30 þúsund feta hæð yfir hörmungunum og langt í norðri tindra jólaljós eins og þúsund spurningamerki og þangað stefnir vélin. Engir gallar í stjórnkerfi okkar ollu hruninu. Eftirlitsstofnanir, embætti, ábyrgðarsvið og lögþvinganir eru til staðar. Og hrunið var ekki heldur afleiðing af græðgi eða glannaskap. Jú, útrásarvíkingarnir voru fífldjarfir og fyrirlitlega gráðugir. En bóndi sem hleypir mink í hænsnabú spyr ekki minkinn hvort viðskiptamódelið virki. Það er hlutverk þjóðkjörinna fulltrúa að vernda hænsnabúið fyrir minkum og þar brugðust þeir. Ég hef aldrei trúað því að kapítalistar gætu skapað samfélag. Ég hef talið að lýðræði ætti að setja markaði skorður. Það er hlutverk Alþingis og ríkisstjórnar að hemja dýrið. Þegar allt var komið í óefni var heimsbyggðinni tilkynnt hvernig: ,,We have decided that we are not going to pay the foreign debts of reckless people" sagði Davíð Oddsson í þýðingu Wall Street Journal á Kastljósviðtali. Þessi ,,við" er ekki stjórn Seðlabankans, heldur Alþingi Íslendinga sem daginn áður samþykkti ,,neyðarlög". En þetta Stóra plan gekk ekki upp. Íslandi yrði vísað úr samfélagi þjóðanna. Spurningin er, hvenær varð Stóra planið til og hverjir samþykktu að leggja það fyrir Alþingi? Hverjum datt í hug að Íslendingar segðu eins og í leikriti eftir Dario Fo: Við borgum ekki? Rök hníga að því að Stóra planið hafi verið hugsað upp fyrir all nokkru og lagt upp með þeim hætti að keyra mætti „séríslensku" leiðina í gegn. „...what there happens is that this foreign debt will be settled and of course it is a fact that the foreign creditors will only get 5-15% of their claims," sagði Davíð við heiminn. Hann lýsti því hróðugur að landið yrði nánast skuldlaust eftir, en það ,,tæki tíma að síast inn" hjá þjóðinni. Það hefur aldeilis síast inn. Útúrdúr: Ég heyrði þessu plani lýst fyrst fyrir tveimur árum. Skera sundur íslenskar eigur og erlendar skuldir og láta þær síðarnefndu lönd og leið. Ég spurði hvort EES leyfði slíkt. „Menn hlytu að hafa hugsað það." Í vor hitti ég hagfræðing frá AGS (IMF) í Malaví. Hann sagðist oft hafa komið til Íslands og átt reglulega fundi með Seðlabankamönnum og margoft varað við. Sama mann hitti ég í nóvember og rifjaðist upp tal okkar. Hann nefndi ákveðinn Seðlabankastjóra á nafn og fór með ræðuna sem hann kvaðst ítrekað hafa haldið allt frá árinu 2004, að Ísland væri á leið lóðbeint í bankakreppu. Þetta er bara brot í púsl sem raðast hefur upp að undanförnu: Að íslenskir stjórnmálamenn, Seðlabankamenn og viðskiptabankamenn hafi a.m.k. í 2 ár vitað að í veruleg vandræði stefndi. Stóra planið mótaðist. „Krimmar" eru vinsælir nú um stundir. Ræða Davíðs Oddssonar í Viðskiptaráði er mesti reyfari ársins. Í gegnum skín plottið: Við borgum ekki. En það gat hann ekki sagt með þeim orðum - ekki eftir að snjallræðið klikkaði. Og aðrir ráðamenn geta ekki viðurkennt að hafa unnið samkvæmt því. En þannig hlýtur það að hafa verið. „Má-kannski-segja-að-eftir-á-að-hyggja-hefðum-við-ef-till-vill-átt-að-vera-betur-vakandi" er virkilega slæm afsökun. En hún er sú eina sem eftir stendur því miklu verra er að viðurkenna tilvist Stóra plansins sem brást og leiddi þjóðina í ánauð. Það gengur einfaldlega ekki upp að fólk með tiltölulega heila hugsun, eins og stjórn Seðlabankans, í ríkisstjórn, eftirlitsstofnunum, í bönkunum og 63 Alþingismenn hafi ekki lagt upp neina aðgerðaáætlun. Það væri svo óendanlegt ábyrgðarleysi hjá svo mörgum, svo lengi, að brýtur gegn allri skynsemi. Þegar áramótaannálar fjölmiðlanna verða kynntir sjáum við að allt þetta ár glumdu viðvörunarbjöllur samfellt og blikkljós hringsnérust. Einhvers staðar, einhvern tíman var ákveðið að nota Dario Fo leiðina. Hver? Hvers vegna? Að hvers ráðum? Hér þarf að halda til haga smávægilegri frétt á vísi.is, sem birtist fljótlega eftir að neyðarlögin voru sett. Jón Þór Sturluson aðstoðarmaður viðskiptaráðherra lýsti því að ráðuneytið hefði verið vel undirbúið og drög að neyðarlögunum legið fyrir „í sumar". Þetta vakti af einhverjum ástæðum ekki mikla athygli. Það sannar þá tilgátu mína að þá þegar hafi Dario Fo leiðin verið hönnuð. Þetta styður frásögn Davíðs sem snemma árs hélt ásamt sínum mönnum til London og var svo brugðið við lýsingu Breta á íslensku bönkunum að þeir kölluðu ráðamenn saman við heimkomu og lásu yfir þeim skýrslu sína. Nánar tiltekið „forystumönnum stjórnarflokkanna, ýmsum ráðherrum og embættismönnum". Í byrjun apríl átti Geir Haarde fund með Gordon Brown. Efni fundarins lék á reiki því tvær mismunandi útgáfur af fréttatilkynningum fóru út um hann. Nú er staðhæft að Brown hafi ráðlagt Haarde að leita til AGS. Hvers vegna var því heilræði ekki hlítt? Skömmu síðar veitti Alþingi heimild til að taka stórlán, en fljótlega varð ljóst að engir 500 milljarðar dygðu í varasjóð. Svo vildi enginn lána Íslandi. Tveir breskir fræðimenn komu til landsins í boði Landsbanka og lásu þar upp að Íslendingum væru fáir kostir í boði, veðsetja auðlindir, slá risa-risalán eða skipta um gjaldmiðil sem líklega væri of seint. Stóra planið mótaðist í huga ráðamanna og skúffa viðskiptaráðuneytis gerð klár. Líklega ógnaði mönnum leiðin og vildu leita annarra ráða. Annar september verður mönnum í viðskiptaráðuneytinu líklega minnisstæður, því það var dagurinn sem þeir hittu Darling og ræddu Icesave málin. Fréttatilkynning um efni fundarins var hrein lygi eins og nú hefur verið staðfest. En Baldur Guðlaugsson seldi bréf sín í Landsbankanum. Bretum var ljóst að Íslendingar vildu koma Icesave yfir á þá. Landsbankinn átti bara ekki nægilegan heimanmund. Þess vegna upplýsir Björgólfur Thor að hann hafði leitað eftir samkomulagi við Seðlabankann um tryggingu fyrir 200 milljónum punda og Icesave reikningurinn þar með frá. Um það áttu þeir Árni Mathiesen og Alistair Darling afdrifaríkt samtal, en hluti af því var birtur á mbl.is: Darling: „Ég tek því þá sem svo að loforðið sem Landsbankinn gaf okkur um að hann fengi 200 milljónir punda í reiðufé sé einnig fyrir bí?" Fjármáláðherra: „Já, þeir fengu ekki það fé." Darling: „Veistu, ég skil svo sem afstöðu þína. Þú verður að gera þér ljóst að orðspor þjóðar þinnar bíður hræðilegan hnekki." Eins og Mogginn segir: „Breska fjármálaeftirlitið á að hafa boðist til að flýta fyrir flutningum Icesave-reikninga í breska lögsögu gegn 200 milljóna punda fyrirgreiðslu. Slík breyting hefði að sögn Björgólfs Thors getað forðað íslenska ríkinu frá því að innistæður í Icesave færu á ábyrgð ríkisins." Á sama tíma var hins vegar ákveðið að reyna að bjarga Kaupþingi með veði í NIH bankanum danska. Enginn hefur skýrt á fullnægjandi hátt hvað gerðist þesssar örlagaríku klukkustundir, en Geir Haarde „kannast ekki við" frekar en svo oft áður. Veit Mathiesen um hvað hann var að tala? Var Björgólfur Thor svona óskýr í máli? Eða tóku menn bara áhættu með fjöregg þjóðarinnar vegna þess að önnur betri leið var klár? We have decided that we are not going to pay the foreign debts of reckless people. ~ Nei, við erum heppin með okkar kreppu í samanburði við lífið sem þorri mannkyns lifir. Og við eigum góðar bókmenntir: Góður orðstír, deyr aldrigi, hvem sér góðan getur". Hann fór líka í Stóra planinu. Icesave reikningurinn einn gæti jafngilt þróunaraðstoð Íslendinga í 50 ár. Við erum stödd yfir Kongó. Þar geysar skálmöld sem á rætur í fjöldamorðunum í Rúanda þegar 800 þúsund manns var slátrað. Menn telja að ráðamenn heimsins hafi vitað vel hvað þá gerðist, en bara „ekki viljað vita það". Þeir virðast ekki heldur hafa viljað vita af því að síðan þá hafa fimm milljónir manna misst lífið í framhaldsfjöldamorðum. Flugvélin varpar ekki lengur skugga á lönd og merkur því nú er komin niðdimm nótt. Nótt rána, nauðgana og morða langt fyrir neðan okkur. Og framundan Darfur. Við getum alls ekki treyst því að fólk læri af reynslunni. Fyrir ráðamenn okkar hefur þessi kreppa verið ótrúleg mannraun. Fæst þeirra, ef nokkurt, hefur bakgrunn, reynslu eða þekkingu til að takast á við svona ógn. Allir ráðandi menn voru algjörlega meðvitaðir um slæma stöðu bankanna. Þeir gerðu sér alveg grein fyrir því hverjar afleiðingarnar gætu orðið. Enginn er undanskilinn, hvorki Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið, ríkisstjórn, Alþingi og ekki heldur eigendur bankanna. Hvernig gat þetta gerst? Í flugvélinni heim er lestýra og ég fer í gegnum nýja tískubók: Outliers, The Story of Success, eftir Malcolm Gladwell. Það er skrítið að lesa um flugslys hátt yfir Miðjarðarhafi. En bókin skýrir með dæmum hvernig flest slys verða til fyrir röð smávægilegra mistaka, tæknilegra og mannlegra, sem smátt og smátt hlaða svo upp á sig að á endanum verður ekki við ráðið. Engin ein mistök gera útslagið: Smávægileg vélarbilun, samskipti óljós, tungumálaörðugleikar, menningarlegt ólæsi og jafnvel hroki í stjórnklefa, leiðbeiningar misskildar, aðstæður versna, álag sljóvgar og allt í einu er stórslys sem auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir. Uppsafnað vanhæfi. Sérfræðingar um flugslys hafa ráðið gátuna um svona mynstur. Alveg eins og sérfræðingar um fjármálakreppur hafa gert fyrir löngu. Nú þarf rannsóknarnefnd þjóðargjaldþrotsins að fara af verkfræðilegri nákvæmni gegnum flakið. Raða saman brotum, samtölum og minnisblöðum um meðvitað aðgerðarleysi og vanhugsaða ráðagerð - útskýra slysið. Finna „svarta kassann" og birta hljóðritanir úr stjórnklefanum. Þá verður sá söguþráður sem ég hef rakið orðinn miklu flóknari og kannski allur annar? Landakortið er eins, en heimsmyndin breytt. Á litla skjánum fyrir framan mig í vélinni má sjá flugleiðina teiknast upp: Yfir Sikiley núna og ég hugsa um mafískt ástand. Er búið að setja almennar gagnsæjar leikreglur um meðferð eigna og skulda í ríkisbönkum á annarri eyju? Enginn veit neitt. Við erum þjóð sem veit hvorki hvar hún stendur né hvert hún ætlar. Flugvélin frá London fyllist af Bretum á leið til Íslands í jólainnkaup og tómlegt á Saga class. Enginn hefur skýrt á fullnægjandi hátt hvað gerðist þesssar örlagaríku klukkustundir, en Geir Haarde „kannast ekki við" frekar en svo oft áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Frá Malaví og heim er 32ja tíma ferð úr höfga regntímabilsins í hvítan jólasnjó. Í kjöltu mér þegar flugvélin brunar í átt að þrumuskýjum: Ræða seðlabankastjóra hjá Viðskiptaráði. Ég undirbý mig andlega fyrir heimkomu. Niðri sprettur maís á ökrum. Ef ekki rignir hressilega verður þjóðin hungri að bráð. Hún lifir á bláþræði sem duttlungar náttúrunnar spinna; 13 milljónir manna í landi á stærð við Ísland. Meirihluti hefur minna en 250 krónur á dag til að lifa af, fjórða hvert barn vannært, ungabarnadauði og bráðdrepandi sjúkdómar hluti af daglegu lífi. Í samanburði við Malava geta Íslendingar þakkað fyrir sína kreppu. Þetta er undarleg ferð heim. Heima. Ég spilaði samnefndan mynddisk með Sigrrós hvert einasta kvöld undanfarnar vikur til að horfa á landið: Fjöllin, fossana, sandana, hafið - og andlitin á fólkinu á tónleikaferðalagi þeirra drengja. Mjólkurhvítu andlitin. Lömb leidd til slátrunar. The Economist er í Jóhannesarborg og þar stendur að bankahrunið á Íslandi sé það stærsta í sögunni miðað við hina frægu höfðatölu. 20 sinnum stærra en bankakreppan í Svíþjóð. Hvernig gat þetta gerst? Hvernig getur ríkasta þjóð í heimi orðið gjaldþrota án þess að nokkur sé ábyrgur? Framundan er Simbabwe. Ræða Davíðs er lengsta ,,ekki-benda-á-mig" ræða Íslandssögunnar. Í henni er Seðlabankinn bara veðurklúbburinn á Dalvík, mælir vindhraða en gerir ekkert í honum; spáir á rósamáli fyrir innvígða en hastar hvorki á veður né vötn. Fjármálaeftirlitið á tunglinu, en samt á Seðlabankinn mann í stjórn. Í Simbabwe er allt komið til fjandans en Mugabe segist ekki fara neitt því án sín fari allt ennþá meira til fjandans. Hundruð þúsunda manna svelta, kóleruplága, gjaldmiðill sem er enn aumari en krónan, við erum í 30 þúsund feta hæð yfir hörmungunum og langt í norðri tindra jólaljós eins og þúsund spurningamerki og þangað stefnir vélin. Engir gallar í stjórnkerfi okkar ollu hruninu. Eftirlitsstofnanir, embætti, ábyrgðarsvið og lögþvinganir eru til staðar. Og hrunið var ekki heldur afleiðing af græðgi eða glannaskap. Jú, útrásarvíkingarnir voru fífldjarfir og fyrirlitlega gráðugir. En bóndi sem hleypir mink í hænsnabú spyr ekki minkinn hvort viðskiptamódelið virki. Það er hlutverk þjóðkjörinna fulltrúa að vernda hænsnabúið fyrir minkum og þar brugðust þeir. Ég hef aldrei trúað því að kapítalistar gætu skapað samfélag. Ég hef talið að lýðræði ætti að setja markaði skorður. Það er hlutverk Alþingis og ríkisstjórnar að hemja dýrið. Þegar allt var komið í óefni var heimsbyggðinni tilkynnt hvernig: ,,We have decided that we are not going to pay the foreign debts of reckless people" sagði Davíð Oddsson í þýðingu Wall Street Journal á Kastljósviðtali. Þessi ,,við" er ekki stjórn Seðlabankans, heldur Alþingi Íslendinga sem daginn áður samþykkti ,,neyðarlög". En þetta Stóra plan gekk ekki upp. Íslandi yrði vísað úr samfélagi þjóðanna. Spurningin er, hvenær varð Stóra planið til og hverjir samþykktu að leggja það fyrir Alþingi? Hverjum datt í hug að Íslendingar segðu eins og í leikriti eftir Dario Fo: Við borgum ekki? Rök hníga að því að Stóra planið hafi verið hugsað upp fyrir all nokkru og lagt upp með þeim hætti að keyra mætti „séríslensku" leiðina í gegn. „...what there happens is that this foreign debt will be settled and of course it is a fact that the foreign creditors will only get 5-15% of their claims," sagði Davíð við heiminn. Hann lýsti því hróðugur að landið yrði nánast skuldlaust eftir, en það ,,tæki tíma að síast inn" hjá þjóðinni. Það hefur aldeilis síast inn. Útúrdúr: Ég heyrði þessu plani lýst fyrst fyrir tveimur árum. Skera sundur íslenskar eigur og erlendar skuldir og láta þær síðarnefndu lönd og leið. Ég spurði hvort EES leyfði slíkt. „Menn hlytu að hafa hugsað það." Í vor hitti ég hagfræðing frá AGS (IMF) í Malaví. Hann sagðist oft hafa komið til Íslands og átt reglulega fundi með Seðlabankamönnum og margoft varað við. Sama mann hitti ég í nóvember og rifjaðist upp tal okkar. Hann nefndi ákveðinn Seðlabankastjóra á nafn og fór með ræðuna sem hann kvaðst ítrekað hafa haldið allt frá árinu 2004, að Ísland væri á leið lóðbeint í bankakreppu. Þetta er bara brot í púsl sem raðast hefur upp að undanförnu: Að íslenskir stjórnmálamenn, Seðlabankamenn og viðskiptabankamenn hafi a.m.k. í 2 ár vitað að í veruleg vandræði stefndi. Stóra planið mótaðist. „Krimmar" eru vinsælir nú um stundir. Ræða Davíðs Oddssonar í Viðskiptaráði er mesti reyfari ársins. Í gegnum skín plottið: Við borgum ekki. En það gat hann ekki sagt með þeim orðum - ekki eftir að snjallræðið klikkaði. Og aðrir ráðamenn geta ekki viðurkennt að hafa unnið samkvæmt því. En þannig hlýtur það að hafa verið. „Má-kannski-segja-að-eftir-á-að-hyggja-hefðum-við-ef-till-vill-átt-að-vera-betur-vakandi" er virkilega slæm afsökun. En hún er sú eina sem eftir stendur því miklu verra er að viðurkenna tilvist Stóra plansins sem brást og leiddi þjóðina í ánauð. Það gengur einfaldlega ekki upp að fólk með tiltölulega heila hugsun, eins og stjórn Seðlabankans, í ríkisstjórn, eftirlitsstofnunum, í bönkunum og 63 Alþingismenn hafi ekki lagt upp neina aðgerðaáætlun. Það væri svo óendanlegt ábyrgðarleysi hjá svo mörgum, svo lengi, að brýtur gegn allri skynsemi. Þegar áramótaannálar fjölmiðlanna verða kynntir sjáum við að allt þetta ár glumdu viðvörunarbjöllur samfellt og blikkljós hringsnérust. Einhvers staðar, einhvern tíman var ákveðið að nota Dario Fo leiðina. Hver? Hvers vegna? Að hvers ráðum? Hér þarf að halda til haga smávægilegri frétt á vísi.is, sem birtist fljótlega eftir að neyðarlögin voru sett. Jón Þór Sturluson aðstoðarmaður viðskiptaráðherra lýsti því að ráðuneytið hefði verið vel undirbúið og drög að neyðarlögunum legið fyrir „í sumar". Þetta vakti af einhverjum ástæðum ekki mikla athygli. Það sannar þá tilgátu mína að þá þegar hafi Dario Fo leiðin verið hönnuð. Þetta styður frásögn Davíðs sem snemma árs hélt ásamt sínum mönnum til London og var svo brugðið við lýsingu Breta á íslensku bönkunum að þeir kölluðu ráðamenn saman við heimkomu og lásu yfir þeim skýrslu sína. Nánar tiltekið „forystumönnum stjórnarflokkanna, ýmsum ráðherrum og embættismönnum". Í byrjun apríl átti Geir Haarde fund með Gordon Brown. Efni fundarins lék á reiki því tvær mismunandi útgáfur af fréttatilkynningum fóru út um hann. Nú er staðhæft að Brown hafi ráðlagt Haarde að leita til AGS. Hvers vegna var því heilræði ekki hlítt? Skömmu síðar veitti Alþingi heimild til að taka stórlán, en fljótlega varð ljóst að engir 500 milljarðar dygðu í varasjóð. Svo vildi enginn lána Íslandi. Tveir breskir fræðimenn komu til landsins í boði Landsbanka og lásu þar upp að Íslendingum væru fáir kostir í boði, veðsetja auðlindir, slá risa-risalán eða skipta um gjaldmiðil sem líklega væri of seint. Stóra planið mótaðist í huga ráðamanna og skúffa viðskiptaráðuneytis gerð klár. Líklega ógnaði mönnum leiðin og vildu leita annarra ráða. Annar september verður mönnum í viðskiptaráðuneytinu líklega minnisstæður, því það var dagurinn sem þeir hittu Darling og ræddu Icesave málin. Fréttatilkynning um efni fundarins var hrein lygi eins og nú hefur verið staðfest. En Baldur Guðlaugsson seldi bréf sín í Landsbankanum. Bretum var ljóst að Íslendingar vildu koma Icesave yfir á þá. Landsbankinn átti bara ekki nægilegan heimanmund. Þess vegna upplýsir Björgólfur Thor að hann hafði leitað eftir samkomulagi við Seðlabankann um tryggingu fyrir 200 milljónum punda og Icesave reikningurinn þar með frá. Um það áttu þeir Árni Mathiesen og Alistair Darling afdrifaríkt samtal, en hluti af því var birtur á mbl.is: Darling: „Ég tek því þá sem svo að loforðið sem Landsbankinn gaf okkur um að hann fengi 200 milljónir punda í reiðufé sé einnig fyrir bí?" Fjármáláðherra: „Já, þeir fengu ekki það fé." Darling: „Veistu, ég skil svo sem afstöðu þína. Þú verður að gera þér ljóst að orðspor þjóðar þinnar bíður hræðilegan hnekki." Eins og Mogginn segir: „Breska fjármálaeftirlitið á að hafa boðist til að flýta fyrir flutningum Icesave-reikninga í breska lögsögu gegn 200 milljóna punda fyrirgreiðslu. Slík breyting hefði að sögn Björgólfs Thors getað forðað íslenska ríkinu frá því að innistæður í Icesave færu á ábyrgð ríkisins." Á sama tíma var hins vegar ákveðið að reyna að bjarga Kaupþingi með veði í NIH bankanum danska. Enginn hefur skýrt á fullnægjandi hátt hvað gerðist þesssar örlagaríku klukkustundir, en Geir Haarde „kannast ekki við" frekar en svo oft áður. Veit Mathiesen um hvað hann var að tala? Var Björgólfur Thor svona óskýr í máli? Eða tóku menn bara áhættu með fjöregg þjóðarinnar vegna þess að önnur betri leið var klár? We have decided that we are not going to pay the foreign debts of reckless people. ~ Nei, við erum heppin með okkar kreppu í samanburði við lífið sem þorri mannkyns lifir. Og við eigum góðar bókmenntir: Góður orðstír, deyr aldrigi, hvem sér góðan getur". Hann fór líka í Stóra planinu. Icesave reikningurinn einn gæti jafngilt þróunaraðstoð Íslendinga í 50 ár. Við erum stödd yfir Kongó. Þar geysar skálmöld sem á rætur í fjöldamorðunum í Rúanda þegar 800 þúsund manns var slátrað. Menn telja að ráðamenn heimsins hafi vitað vel hvað þá gerðist, en bara „ekki viljað vita það". Þeir virðast ekki heldur hafa viljað vita af því að síðan þá hafa fimm milljónir manna misst lífið í framhaldsfjöldamorðum. Flugvélin varpar ekki lengur skugga á lönd og merkur því nú er komin niðdimm nótt. Nótt rána, nauðgana og morða langt fyrir neðan okkur. Og framundan Darfur. Við getum alls ekki treyst því að fólk læri af reynslunni. Fyrir ráðamenn okkar hefur þessi kreppa verið ótrúleg mannraun. Fæst þeirra, ef nokkurt, hefur bakgrunn, reynslu eða þekkingu til að takast á við svona ógn. Allir ráðandi menn voru algjörlega meðvitaðir um slæma stöðu bankanna. Þeir gerðu sér alveg grein fyrir því hverjar afleiðingarnar gætu orðið. Enginn er undanskilinn, hvorki Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið, ríkisstjórn, Alþingi og ekki heldur eigendur bankanna. Hvernig gat þetta gerst? Í flugvélinni heim er lestýra og ég fer í gegnum nýja tískubók: Outliers, The Story of Success, eftir Malcolm Gladwell. Það er skrítið að lesa um flugslys hátt yfir Miðjarðarhafi. En bókin skýrir með dæmum hvernig flest slys verða til fyrir röð smávægilegra mistaka, tæknilegra og mannlegra, sem smátt og smátt hlaða svo upp á sig að á endanum verður ekki við ráðið. Engin ein mistök gera útslagið: Smávægileg vélarbilun, samskipti óljós, tungumálaörðugleikar, menningarlegt ólæsi og jafnvel hroki í stjórnklefa, leiðbeiningar misskildar, aðstæður versna, álag sljóvgar og allt í einu er stórslys sem auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir. Uppsafnað vanhæfi. Sérfræðingar um flugslys hafa ráðið gátuna um svona mynstur. Alveg eins og sérfræðingar um fjármálakreppur hafa gert fyrir löngu. Nú þarf rannsóknarnefnd þjóðargjaldþrotsins að fara af verkfræðilegri nákvæmni gegnum flakið. Raða saman brotum, samtölum og minnisblöðum um meðvitað aðgerðarleysi og vanhugsaða ráðagerð - útskýra slysið. Finna „svarta kassann" og birta hljóðritanir úr stjórnklefanum. Þá verður sá söguþráður sem ég hef rakið orðinn miklu flóknari og kannski allur annar? Landakortið er eins, en heimsmyndin breytt. Á litla skjánum fyrir framan mig í vélinni má sjá flugleiðina teiknast upp: Yfir Sikiley núna og ég hugsa um mafískt ástand. Er búið að setja almennar gagnsæjar leikreglur um meðferð eigna og skulda í ríkisbönkum á annarri eyju? Enginn veit neitt. Við erum þjóð sem veit hvorki hvar hún stendur né hvert hún ætlar. Flugvélin frá London fyllist af Bretum á leið til Íslands í jólainnkaup og tómlegt á Saga class. Enginn hefur skýrt á fullnægjandi hátt hvað gerðist þesssar örlagaríku klukkustundir, en Geir Haarde „kannast ekki við" frekar en svo oft áður.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun