EES til óþurftar Ögmundur Jónasson skrifar 2. júlí 2008 00:01 Um síðustu helgi voru forsíður tveggja íslenskra blaða, Morgunblaðsins og Fréttablaðsins undirlagðar kröfum um að Íslendingar gengju tafarlaust í Evrópusambandið. Í öðru blaðinu var vitnað í viðskiptamógúl og hinu talskonu banka. Kvöldið áður hafði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, haft uppi svipaðan málflutning í ljósvakamiðlum og talsmaður fjármálastofnana sagði að íslenska ríkið væri hugsanlega skaðabótaskylt vegna þess að dómsaðili í Brüssel hefði komist að þeirri niðurstöðu að Íbúðalánasjóður samræmdist ekki markaðsskilmálum á hinu Evrópska efnahagssvæði. Meintur glæpur íslenska ríkisins er sá að setja á stofn sérstakan Íbúðalánasjóð fyrir alla landsmenn. Sjóðurinn er sjálfbær í þeim skilningi að hann nýtur ekki ríkisstyrkja. En vegna þess að bakhjarl hans er íslenska ríkið fær hann ódýrara lánsfé en ella. Af því njóta allir landsmenn góðs. Og sú staðreynd að hann byggir á íbúðaveðum á landinu öllu - bæði á svæðum þar sem veð eru „trygg" og einnig þar sem þau eru það síður - og vegna þess að allir tekjuhópar eiga þar aðild - þá verður niðurstaðan hagstæð fyrir heildina. Þetta hefur bönkunum alltaf þótt ófært. Þeir vilja komast yfir „tryggu" veðin og láta þá skattborgarann um „félagslegu" úrræðin. Þegar bankarnir fengu ekki sínu framgengt kærðu þeir til Brüssel og viti menn þar var skilningur á því að ríkið á Íslandi skekkti samkeppnisstöðu fjármálafyrirtækja! Hvað ætlum við að ganga langt í því að láta aðild okkar að hinu Evrópska efnahagssvæði brjóta niður hér allt sem heitir samfélag? Skyldi vera samhengi á milli markaðshyggjunnar sem er ríkjandi innan Evrópusambandsins og áfergju hérlendra fjármálaafla að komast alla leið inn í Evrópusambandið? Í mínum huga verða kröfur fjármálamanna að varnaðarorðum. Og hótanir frá Brüssel eiga að verða okkur hvatning um að endurskoða tengsl okkar við Evrópusambandið. Það er löngu komið á daginn að EES samningurinn er íslensku samfélagi að mörgu leyti mjög skaðlegur. Nýjustu hótanir minna á það. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Um síðustu helgi voru forsíður tveggja íslenskra blaða, Morgunblaðsins og Fréttablaðsins undirlagðar kröfum um að Íslendingar gengju tafarlaust í Evrópusambandið. Í öðru blaðinu var vitnað í viðskiptamógúl og hinu talskonu banka. Kvöldið áður hafði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, haft uppi svipaðan málflutning í ljósvakamiðlum og talsmaður fjármálastofnana sagði að íslenska ríkið væri hugsanlega skaðabótaskylt vegna þess að dómsaðili í Brüssel hefði komist að þeirri niðurstöðu að Íbúðalánasjóður samræmdist ekki markaðsskilmálum á hinu Evrópska efnahagssvæði. Meintur glæpur íslenska ríkisins er sá að setja á stofn sérstakan Íbúðalánasjóð fyrir alla landsmenn. Sjóðurinn er sjálfbær í þeim skilningi að hann nýtur ekki ríkisstyrkja. En vegna þess að bakhjarl hans er íslenska ríkið fær hann ódýrara lánsfé en ella. Af því njóta allir landsmenn góðs. Og sú staðreynd að hann byggir á íbúðaveðum á landinu öllu - bæði á svæðum þar sem veð eru „trygg" og einnig þar sem þau eru það síður - og vegna þess að allir tekjuhópar eiga þar aðild - þá verður niðurstaðan hagstæð fyrir heildina. Þetta hefur bönkunum alltaf þótt ófært. Þeir vilja komast yfir „tryggu" veðin og láta þá skattborgarann um „félagslegu" úrræðin. Þegar bankarnir fengu ekki sínu framgengt kærðu þeir til Brüssel og viti menn þar var skilningur á því að ríkið á Íslandi skekkti samkeppnisstöðu fjármálafyrirtækja! Hvað ætlum við að ganga langt í því að láta aðild okkar að hinu Evrópska efnahagssvæði brjóta niður hér allt sem heitir samfélag? Skyldi vera samhengi á milli markaðshyggjunnar sem er ríkjandi innan Evrópusambandsins og áfergju hérlendra fjármálaafla að komast alla leið inn í Evrópusambandið? Í mínum huga verða kröfur fjármálamanna að varnaðarorðum. Og hótanir frá Brüssel eiga að verða okkur hvatning um að endurskoða tengsl okkar við Evrópusambandið. Það er löngu komið á daginn að EES samningurinn er íslensku samfélagi að mörgu leyti mjög skaðlegur. Nýjustu hótanir minna á það. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar