Þátturinn Utan vallar verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports klukkan 21.15 þar sem fjármál handboltahreyfingarinnar verða rædd.
Þeir sem koma í heimsókn eru Aron Kristjánsson, þjálfari Íslandsmeistara Hauka, Þór Jónsson, formaður handknattleiksdeildar Stjörunnar og Jón Eggert Hallsson, kollegi hans hjá Fram. Þá verður einnig rætt við Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóra HSÍ.
Silfurmaðurinn Sigfús Sigurðsson sem nú leikur með Val verður í nærmynd auk þess sem að sérfræðingarnir verða á sínum stað.