Hlynur Bæringsson og Pálína Gunnlaugsdóttir voru valin bestu leikmenn Iceland Express deilda karla og kvenna á lokahófi KKÍ í gærkvöldi.
Ragna Margrét Brynjarsdóttir, leikmaður Hauka, var valinn besti ungi leikmaður Iceland Express deildar kvenna og Sigurður G. Þorsteinsson, Keflavík, í karlaflokki.
Sigmundur Már Herbertsson var kosinn besti dómarinn, fjórða árið í röð.
Fréttablaðið fékk fjölmiðlaverðlaunin og vefsíðan karfan.is fékk heiðursverðlaun fyrir umfjöllun sína um körfubolta í vetur.
Viðurkenningar í Iceland Express deild karla:
Úrvalslið:
Brenton Birmingham, Njarðvík
Sveinbjörn Claessen, ÍR
Páll Axel Vilbergsson, Grindavík
Hreggviður Magnússon, ÍR
Hlynur Bæringsson, Snæfelli
Besti varnarmaðurinn: Hlynur Bæringsson, Snæfelli
Besti erlendi leikmaðurinn: Darrell Flake, Skallagrími
Besti þjálfarinn: Sigurður Ingimundarson, Keflavík
Prúðasti leikmaðurinn: Axel Kárason, Skallagrími.
Viðurkenningar í Iceland Express deild kvenna:
Úrvalslið:
Hildur Sigurðardóttir, KR
Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík
Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukum
Sigrún Ámundadóttir, KR
Signý Hermannsdóttir, Val
Besti varnarmaðurinn: Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík.
Besti erlendi leikmaðurinn: TaKesha Watson, Keflavík.
Besti þjálfarinn: Jón Halldór Eðvarðsson, Keflavík.
Prúðasti leikmaðurinn: Margrét Kara Sturludóttir, Keflavík.
Úrvalslið 1. deildar karla:
Rúnar Ingi Erlendsson, Breiðabliki
Kristján Rúnar Sigurðsson, Breiðabliki
Árni Ragnarsson, FSu
Steinar Kaldal, Ármanni
Sævar Sigurmundsson, FSu
Besti þjálfarinn: Einar Árni Jóhannsson, Breiðabliki.
Hlynur og Pálína best
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti

Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti


Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti

Fleiri fréttir

Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
