Eiður Smári Guðjohnsen er í fyrsta sinn í leikmannahópi Barcelona í kvöld síðan hann meiddist í landsleik Íslands og Makedóníu um miðjan október.
Barcelona leikur gegn Basel frá Sviss í Meistaradeildinni og byrjar Eiður á bekknum.
Með sigri í kvöld tryggir Barcelona sér sæti í sextán liða úrslitum. Það má reikna með sigri Börsunga sem unniu fyrri leikinn gegn Basel 5-0.
Byrjunarlið Barcelona: Victor Valdes, Pique, Marquez, Puoyl, Iniesta, Krkic, Henry, Sylvinho, Hleb, Busquets, Victor Sanchez. Varamenn: Pinto, Martin Cáceres, Xavi, Eiður Smári, Eto´o, Messi, Rodriguez.