
Viðskipti innlent
Össur steig hæst í Kauphöllinni í dag

Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hækkaði um 3,56 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Þá hækkaði gengi bréfa í Atorku um 1,82 prósent, Eimskipafélagsins um 1,5 prósent og Marel Food Systems um 1,33. Á sama tíma féll gengi Century Aluminum um 7,46 prósent og Bakkavarar um 0,68 prósent. Viðskipti voru 44 talsins á íslenskum hlutabréfamarkaði upp á 166 milljónir króna. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,53 prósent og endaði í 650 stigum.