Karlalið Víkings tryggði sér í kvöld sæti í N1 deildinni í handbolta næsta vetur þegar liðið lagði ÍR 35-30 í úrslitaleik um sæti meðal þeirra bestu. Víkingar tryggðu sér annað sæti 1. deildarinnar með sigrinum og fara upp með FH-ingum.
Ásbjörn Stefánsson skoraði 8 mörk fyrir Víking í kvöld, Hreiðar Haraldsson 7 og Sverrir Hermannsson 6, en hjá ÍR voru þeir Brynjar Steinarsson og Kristinn Björgúlfsson markahæstir með 6 mörk hvor.