Eru álög á nýju Bond myndinni? 5. maí 2008 11:25 Það er greinilega eitt það hættulegasta sem maður getur tekið sér fyrir hendur að vinna við nýju Bond myndina. Tæplega sextugur tæknimaður við myndina fannst liggjandi í blóði sínu með stungusár fyrir hús í Dornbirn í Austurríki. Talið er að hann hafi fylgt kvenkyns húsráðanda heim af bar, en lent í deilum við hana þegar inn var komið. Hún hafi svo stungið hann með steikarhníf í svefnherbergi hússins. Hann komst út við illan leik og liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi. Þetta er þriðja alvarlega atvikið síðan að tökur á Quantum of Solace hófust. Fyrir tveimur vikum keyrði áhættuleikari út af þröngum fjallvegi á Ítalíu og steyptist út í Garda vatn. Sex dögum síðar lenti annar áhættuleikari í hörðum árekstri á sama vegi og slasaðist alvarlega þegar verið var að mynda bílaeltingarleik. Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Það er greinilega eitt það hættulegasta sem maður getur tekið sér fyrir hendur að vinna við nýju Bond myndina. Tæplega sextugur tæknimaður við myndina fannst liggjandi í blóði sínu með stungusár fyrir hús í Dornbirn í Austurríki. Talið er að hann hafi fylgt kvenkyns húsráðanda heim af bar, en lent í deilum við hana þegar inn var komið. Hún hafi svo stungið hann með steikarhníf í svefnherbergi hússins. Hann komst út við illan leik og liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi. Þetta er þriðja alvarlega atvikið síðan að tökur á Quantum of Solace hófust. Fyrir tveimur vikum keyrði áhættuleikari út af þröngum fjallvegi á Ítalíu og steyptist út í Garda vatn. Sex dögum síðar lenti annar áhættuleikari í hörðum árekstri á sama vegi og slasaðist alvarlega þegar verið var að mynda bílaeltingarleik.
Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira