Kubbisminn Hallgrímur Helgason skrifar 26. júlí 2008 13:24 Takið ykkur stöðu á nýju Hringbraut og horfið á Landspítalann. Við blasir gamli góði spítalinn, symmetrískur og hvítur að lit. Vestan við hann stendur Barnaspítalinn, glæný og glansandi grá bygging. Sá fyrrnefndi er byggður af þjóð í kröggum, sá síðarnefndri af ríkustu þjóð heims. Hvor er fallegri? Lítið svo lengra til vinstri, á lítið timburhús sem nú heitir Kennarahúsið en var upphaflega byggt sem Kennaraskóli Íslands og Þórbergur sótti á sínum tíma. Þetta gamla hús stendur á mjög táknrænan hátt undir gafli hins nýja Barnaspítalan (gráveggur sem minnir einna helst á Berlínarmúrinn) og ljómar undir honum eins og hið mesta bárujárnsdjásn; hús sem var byggt af svo fátækri þjóð að það var ekki einu sinni teiknað af arkitekti heldur byggðu það smiðir, „eftir auganu". Af fyrrnefndum þremur byggingum er það þó sýnu fallegast. Já, og lítið út um bílgluggann á leið ykkar upp í Mosfellssveit. Niðri á grundunum standa Korpúlfsstaðir. Þessi steypuversjón af torfbæ verður kannski seint talin falleg, en hún er þó svipsterkt kennileiti sem greinilega var reist til framtíðar. Ofar í holtinu, gegnt Korpúlfsstaðabýlinu, rís nú verslunarhúsnæði byggingavörufyrirtækisins Bauhaus; metnaðarlaus lagergámur af ódýrustu gerð. Stáltjald reist til einnar nætur. Annarsvegar höfum við gamalt sveitafjós sem nú er orðin landsprýði, en var reist á raunverulegum krepputímum. Hinsvegar nýmóðins naglamoll sem hannað var í mesta góðæri sögunnar. Afhverju eigum við aldrei peninga þegar kemur að því að reisa hús? Afhverju alltaf bara hámarksnýting rýmis sem alltaf endar eins; sem kubbur og kassi. Afhverju hefur enginn nýmillinn annar en Björgólfur eldri metnað til að setja mark sitt á bæinn? Það er gömul klisja að segja að í byggingarlist sé allt nýtt ljótt. En hún er furðu lífsseig. Framfarir í íslenskum arkitektúr hafa þó verið nokkrar á undanförnum áratugum. Horfið á Skúlagötuháhýsin annarsvegar og Sjálandshverfið hinsvegar. Horfið á einbýlis- og raðhúsin í Grafarvoginum annarsvegar og systkini þeirra í Grafarholtinu hinsvegar. Horfið á sjúkrahúsið á Ísafirði annarsvegar og nýja menningarhúsið á Akureyri hinsvegar. En stundum er þó eins og við séum enn föst í gamla tímanum sem bandaríski rithöfundurinn Tom Wolfe lýsir svo vel í bók sinni, From Bauhaus to Our House, þar sem hann fjallar um byggingarlist eftirstríðsáranna, þegar ofsatrúin á fúnkís og fálætisma leyfði mönnum engin frávik frá reglustrikunni. Wolfe ber þennan arkitektúr, hinn harðkjarna kubbisma kalda stríðsins, saman við alræðiskerfin sem á sömu tíð risu í austrinu rauða. Að hans mati voru helstu hetjur eftirstríðsáraarkitektúrsins, þeir Le Corbusier og Mies van der Rohe, álíka hollir fagi sínu og Stalín og Maó voru kommúnismanum. Þeir drottnuðu eins og einræðisherrar yfir byggingarstíl seinni hluta tuttugustu aldar með sinni fasísku fagurfræði. Stórir kaflar á Manhattan bera merki þessa tímabils, og flestar stórborgir Þjóðverja þjást af sama stálglerjaða sálarkulinu. Íslendingar fundu fljótt orð yfir hús byggð í þessum stíl: Steinkumbaldar. Besta dæmið um innreið kubbismans í byggingarsöguna hér á landi er viðbygging við ðalbyggingu Landsbankans í Austurstræti þar sem naumhyggja faðmar draumhyggju svo minnir helst á faðmlag dauðans. Þó eru enn reistar byggingar í anda kubbismans. Það væri synd að segja að nýju húsin við Höfðatorg geisluðu af ímyndunarafli og sköpunargleði. Þegar byggt er nýtt við gamalt, eða nýtt ofan í gamalt tíðkast einkum tvær leiðir. Annaðhvort teikna menn feimnislaust háglerjað hús í anda kubbismans, eru ekkert að fela samtíma sinn eða reyna að sleikja fortíðina upp með smeðjulegum dúllum í hennar anda. Hér er Iðuhúsið í Lækjargötu ágætt dæmi. Eða menn fara hina leiðina og reyna að byggja í anda gamla stílsins. Hér er Hótel Centrum á horni Aðalstrætis og Túngötu besta dæmið. Við bíðum enn eftir þriðju leiðinni. Það sem bárisminn gamli hefur fram yfir kubbismann eru smáatriðin. Nostrið. Tröppur, gluggakarmar, þakskegg; þessi vinarhót sem blikka mann á röltinu og gera miðbæinn vinalegan. Sigurtillaga að nýjum Listaháskóla á milli Laugavegar og Hverfisgötu er í þeim nýkubbíska anda sem nú er í tísku eins og sjá má best í Grafarholtinu. Hún er falleg og fjörleg innan formsins (gæti reyndar orðið nokkuð Kjörgarðsleg með tímanum) en við fyrstu sýn er þó stór galli á byggingunni: Hún rennir steindauðum Berlínarmúr niður hálfan Frakkastíginn. Hér er ekkert til að gleðja augað, engin smáatriði (nema veggjakrotið þegar þar að kemur). Gömlu smiðunum hefði aldrei komið til hugar að snúa gafli út í götu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Skoðun Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Sjá meira
Takið ykkur stöðu á nýju Hringbraut og horfið á Landspítalann. Við blasir gamli góði spítalinn, symmetrískur og hvítur að lit. Vestan við hann stendur Barnaspítalinn, glæný og glansandi grá bygging. Sá fyrrnefndi er byggður af þjóð í kröggum, sá síðarnefndri af ríkustu þjóð heims. Hvor er fallegri? Lítið svo lengra til vinstri, á lítið timburhús sem nú heitir Kennarahúsið en var upphaflega byggt sem Kennaraskóli Íslands og Þórbergur sótti á sínum tíma. Þetta gamla hús stendur á mjög táknrænan hátt undir gafli hins nýja Barnaspítalan (gráveggur sem minnir einna helst á Berlínarmúrinn) og ljómar undir honum eins og hið mesta bárujárnsdjásn; hús sem var byggt af svo fátækri þjóð að það var ekki einu sinni teiknað af arkitekti heldur byggðu það smiðir, „eftir auganu". Af fyrrnefndum þremur byggingum er það þó sýnu fallegast. Já, og lítið út um bílgluggann á leið ykkar upp í Mosfellssveit. Niðri á grundunum standa Korpúlfsstaðir. Þessi steypuversjón af torfbæ verður kannski seint talin falleg, en hún er þó svipsterkt kennileiti sem greinilega var reist til framtíðar. Ofar í holtinu, gegnt Korpúlfsstaðabýlinu, rís nú verslunarhúsnæði byggingavörufyrirtækisins Bauhaus; metnaðarlaus lagergámur af ódýrustu gerð. Stáltjald reist til einnar nætur. Annarsvegar höfum við gamalt sveitafjós sem nú er orðin landsprýði, en var reist á raunverulegum krepputímum. Hinsvegar nýmóðins naglamoll sem hannað var í mesta góðæri sögunnar. Afhverju eigum við aldrei peninga þegar kemur að því að reisa hús? Afhverju alltaf bara hámarksnýting rýmis sem alltaf endar eins; sem kubbur og kassi. Afhverju hefur enginn nýmillinn annar en Björgólfur eldri metnað til að setja mark sitt á bæinn? Það er gömul klisja að segja að í byggingarlist sé allt nýtt ljótt. En hún er furðu lífsseig. Framfarir í íslenskum arkitektúr hafa þó verið nokkrar á undanförnum áratugum. Horfið á Skúlagötuháhýsin annarsvegar og Sjálandshverfið hinsvegar. Horfið á einbýlis- og raðhúsin í Grafarvoginum annarsvegar og systkini þeirra í Grafarholtinu hinsvegar. Horfið á sjúkrahúsið á Ísafirði annarsvegar og nýja menningarhúsið á Akureyri hinsvegar. En stundum er þó eins og við séum enn föst í gamla tímanum sem bandaríski rithöfundurinn Tom Wolfe lýsir svo vel í bók sinni, From Bauhaus to Our House, þar sem hann fjallar um byggingarlist eftirstríðsáranna, þegar ofsatrúin á fúnkís og fálætisma leyfði mönnum engin frávik frá reglustrikunni. Wolfe ber þennan arkitektúr, hinn harðkjarna kubbisma kalda stríðsins, saman við alræðiskerfin sem á sömu tíð risu í austrinu rauða. Að hans mati voru helstu hetjur eftirstríðsáraarkitektúrsins, þeir Le Corbusier og Mies van der Rohe, álíka hollir fagi sínu og Stalín og Maó voru kommúnismanum. Þeir drottnuðu eins og einræðisherrar yfir byggingarstíl seinni hluta tuttugustu aldar með sinni fasísku fagurfræði. Stórir kaflar á Manhattan bera merki þessa tímabils, og flestar stórborgir Þjóðverja þjást af sama stálglerjaða sálarkulinu. Íslendingar fundu fljótt orð yfir hús byggð í þessum stíl: Steinkumbaldar. Besta dæmið um innreið kubbismans í byggingarsöguna hér á landi er viðbygging við ðalbyggingu Landsbankans í Austurstræti þar sem naumhyggja faðmar draumhyggju svo minnir helst á faðmlag dauðans. Þó eru enn reistar byggingar í anda kubbismans. Það væri synd að segja að nýju húsin við Höfðatorg geisluðu af ímyndunarafli og sköpunargleði. Þegar byggt er nýtt við gamalt, eða nýtt ofan í gamalt tíðkast einkum tvær leiðir. Annaðhvort teikna menn feimnislaust háglerjað hús í anda kubbismans, eru ekkert að fela samtíma sinn eða reyna að sleikja fortíðina upp með smeðjulegum dúllum í hennar anda. Hér er Iðuhúsið í Lækjargötu ágætt dæmi. Eða menn fara hina leiðina og reyna að byggja í anda gamla stílsins. Hér er Hótel Centrum á horni Aðalstrætis og Túngötu besta dæmið. Við bíðum enn eftir þriðju leiðinni. Það sem bárisminn gamli hefur fram yfir kubbismann eru smáatriðin. Nostrið. Tröppur, gluggakarmar, þakskegg; þessi vinarhót sem blikka mann á röltinu og gera miðbæinn vinalegan. Sigurtillaga að nýjum Listaháskóla á milli Laugavegar og Hverfisgötu er í þeim nýkubbíska anda sem nú er í tísku eins og sjá má best í Grafarholtinu. Hún er falleg og fjörleg innan formsins (gæti reyndar orðið nokkuð Kjörgarðsleg með tímanum) en við fyrstu sýn er þó stór galli á byggingunni: Hún rennir steindauðum Berlínarmúr niður hálfan Frakkastíginn. Hér er ekkert til að gleðja augað, engin smáatriði (nema veggjakrotið þegar þar að kemur). Gömlu smiðunum hefði aldrei komið til hugar að snúa gafli út í götu.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun