Bretinn Mark Cavendish kom fyrstur í mark á tólftu dagleið Frakklandshjólreiðanna í dag. Frakkinn Sebastian Chavanel varð í öðru sæti og Geert Steegman frá Belgíu tók þriðja sætið.
Cadel Evans er enn í forystu heildarstigakeppninnar. Stöðuna í heildarkeppninni má sjá hér að neðan.
Lyfjamál halda áfram að vera í umræðunni en Riccardo Ricco féll á lyfjaprófi í morgun.
Heildarstaðan:
1. Cadel Evans - Ástralía
2. Frank Schleck - Lúxemborg
3. Christian Vandevelde - Bandaríkin
4. Bernhard Kohl - Austurríki
5. Denis Menchov - Rússlandi