Eftir sigur Boston Celtics á Charlotte í nótt er ljóst að liðið hefur tryggt sér besta árangur allra liða í NBA-deildinni þetta tímabilið. Það verður því með heimavallarrétt alla úrslitakeppnina.
Kevin Garnett, Ray Allen og Paul Pierce voru fjarri góðu gamni í nótt, sá síðastnefndi var að eignast barn. Það kom þó ekki í veg fyrir 61. sigur Boston á leiktíðinni.
Boston vann bara 24 leiki á síðasta tímabili og er nú búið að setja met yfir mesta viðsnúning milli tímabila. Fyrra metið átti San Antonio tímabilið 1997-98.