Gengi krónunnar hefur styrkst lítillega, um 0,4 prósent, á þeim stundarfjórðungi sem liðinn er síðan gjaldeyrisviðskipti hófust á millibankamarkaði í dag.
Gengisvísitalan stendur í rúmu 150,1 stigi.
Bandaríkjadalur kostar nú 74,7 krónur, eitt breskt pund 147,7 krónur og evra 116,5 krónur.