Öruggur sigur á Færeyingum 16. mars 2008 18:01 Mynd/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann í kvöld nokkuð öruggan 3-0 sigur á Færeyingum í vináttuleik þjóðanna í Kórnum í Kópavogi. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Jónas Guðni Sævarsson kom íslenska liðinu yfir með skallamarki rétt fyrir hlé. Jónas skoraði eftir sendingu Baldurs Aðalsteinssonar frá hægri eftir laglegt spil íslenska liðsins. Síðari hálfleikurinn í dag var að heita má eign íslenska liðsins sem náði 2-0 forystu þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum þegar Fróði Benjamínssen sendi fyrirgjöf Tryggva Guðmundssonar frá vinstri í eigið net. Það var svo Tryggvi sem gerði út um leikinn tíu mínútum áður en flautað var af þegar hann skoraði með góðu hægrifótarskoti. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Tryggvi er Færeyingum erfiður en hann skoraði einmitt mark gegn frændum okkar í sínum fyrsta landsleik á sínum tíma. Skömmu fyrir leikslok var svo fyrrum KR-ingnum Rógva Jacobsen vísað af velli fyrir ljóta tæklingu á Aron Gunnarsson. Íslenska liðið í dag var að mestu skipað leikmönnum sem spila hér heima og fengu nokkrir ungir leikmenn að spila sinn fyrsta leik í dag. Færeyingar voru með nokkra fastamenn í sínu liði en mættu ofjörlum sínum í Kórnum að þessu sinni og hafa aðeins einu sinni náð að leggja íslenska liðið í viðureignum þeirra í gegn um tíðina. Íslenska liðið var skipað eftirtöldum leikmönnum í dag: Byrjunarlið: Kjartan Sturluson - Birkir Már Sævarsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Heimir Einarsson, Bjarni Ólafur Eiríksson - Baldur I. Aðalsteinsson, Jónas Guðni Sævarsson, Aron Einar Gunnarsson, Davíð Þór Viðarsson, Tryggvi Guðmundsson - Helgi Sigurðsson. Varamenn: Stefán Logi Magnússon, Guðmann Þórisson, Hallgrímur Jónasson, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Pálmi Rafn Pálmason, Hjörtur Logi Valgarðsson, Marel Baldvinsson. Íslenski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann í kvöld nokkuð öruggan 3-0 sigur á Færeyingum í vináttuleik þjóðanna í Kórnum í Kópavogi. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Jónas Guðni Sævarsson kom íslenska liðinu yfir með skallamarki rétt fyrir hlé. Jónas skoraði eftir sendingu Baldurs Aðalsteinssonar frá hægri eftir laglegt spil íslenska liðsins. Síðari hálfleikurinn í dag var að heita má eign íslenska liðsins sem náði 2-0 forystu þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum þegar Fróði Benjamínssen sendi fyrirgjöf Tryggva Guðmundssonar frá vinstri í eigið net. Það var svo Tryggvi sem gerði út um leikinn tíu mínútum áður en flautað var af þegar hann skoraði með góðu hægrifótarskoti. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Tryggvi er Færeyingum erfiður en hann skoraði einmitt mark gegn frændum okkar í sínum fyrsta landsleik á sínum tíma. Skömmu fyrir leikslok var svo fyrrum KR-ingnum Rógva Jacobsen vísað af velli fyrir ljóta tæklingu á Aron Gunnarsson. Íslenska liðið í dag var að mestu skipað leikmönnum sem spila hér heima og fengu nokkrir ungir leikmenn að spila sinn fyrsta leik í dag. Færeyingar voru með nokkra fastamenn í sínu liði en mættu ofjörlum sínum í Kórnum að þessu sinni og hafa aðeins einu sinni náð að leggja íslenska liðið í viðureignum þeirra í gegn um tíðina. Íslenska liðið var skipað eftirtöldum leikmönnum í dag: Byrjunarlið: Kjartan Sturluson - Birkir Már Sævarsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Heimir Einarsson, Bjarni Ólafur Eiríksson - Baldur I. Aðalsteinsson, Jónas Guðni Sævarsson, Aron Einar Gunnarsson, Davíð Þór Viðarsson, Tryggvi Guðmundsson - Helgi Sigurðsson. Varamenn: Stefán Logi Magnússon, Guðmann Þórisson, Hallgrímur Jónasson, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Pálmi Rafn Pálmason, Hjörtur Logi Valgarðsson, Marel Baldvinsson.
Íslenski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira