Haukar náðu í dag sex stiga forskoti á toppi N1 deildar karla í handbolta eftir góðan sigur á HK á Ásvöllum 30-25. Liðið hefur nú sex stiga forskot á Fram sem er í öðru sætinu og sjö á Íslandsmeistara Vals sem eru í þriðja sætinu.
Fyrr í dag rótburstaði Akureyri ÍBV í Eyjum með 43 mörkum gegn 28.