Sara Björk Gunnarsdóttir sneri í dag heim ásamt íslenska landsliðinu í knattspyrnu eftir vel heppnaða för til Portúgals þar sem liðið vann alla sína leiki á Algarve Cup-mótinu.
Sara Björk er sautján ára gömul en lék sinn fyrsta landsleik í byrjunarliðinu á mótinu og skoraði eitt marka Íslands gegn Írlandi.
Af því tilefni færðu forsvarsmenn Hauka henni blómvönd þegar hún var komin til landsins.
Fram kemur í fréttatilkyninngu frá Haukum að það sé markmið Söru að koma Haukum upp í efstu deild kvenna nú í sumar en hún er eini leikmaður landsliðsins sem leikur ekki í efstu deild.
Hún hefur verið í einkaþjálfun í vetur eftir að hafa fengið styrk til þess frá afrekskvennasjóði ÍSÍ og Glitnis í haust.