Boston stefnir á mesta viðsnúning allra tíma 13. mars 2008 14:10 Tim Duncan og David Robinson NordcPhotos/GettyImages Það er ekki bara lið Houston Rockets sem er að skrá nafn sitt í sögubækurnar í NBA deildinni þessa dagana. Lið Boston Celtics stefnir þannig óðfluga á að bæta metið yfir mesta viðsnúning allra tíma í deildinni. Það er San Antonio sem á tvo stærstu viðsnúninga sem lið hefur náð milli tímabila í sögu NBA deildarinnar og báru þau bæði upp á nýliðaár tveggja bestu leikmanna í sögu félagsins - David Robinson og Tim Duncan. Lottóvinningurinn Duncan Mesti viðsnúningur í sögu NBA deildarinnar er 36 sigrar hjá San Antonio yfir leiktíðarnar tvær árin 1996-98. Leiktíðina 1996-97 var aðalstjarna liðsins David Robinson mikið meiddur og hrundi leikur liðsins í fjarveru hans. Sumarið eftir datt liðið svo heldur betur í lukkupottinn þegar það fékk fyrsta valrétt í nýliðavalinu og tók þar Tim Duncan. Undir stjórn Duncan og Robinson hrökk San Antonio liðið heldur betur í gang og bætti sig um 36 sigurleiki. Liðið vann aðeins 20 af 82 leikjum sínum (24%) leiktíðina 1996-97 en ári síðar vann liðið 56 af 82 leikjum sínum (68%). Nýliðaár David Robinson Álíka viðsnúningur varð í sögu San Antonio leiktíðarnar 1988-90 þar sem liðið vann aðeins 21 leik árið 1989, en eftir að liðið tók David Robinson númer eitt í nýliðavalinu árið eftir vænkaðist hagur liðsins heldur betur og það vann 56 leiki og hefur verið í fremstu röð allar götur síðan ef undan er skilin leiktíðin 1996-97. Steve Nash kveikti í Phoenix Phoenix á þriðja besta viðsnúninginn í sögunni og hann hélst í hendur við komu Steve Nash til liðsins árið 2004. Leiktíðina 2003-04 vann Phoenix aðeins 29 leiki (35% vinningshlutfall) en árið eftir sprakk liðið út með Nash í fararbroddi og vann 62 leiki (75,6% vinningshlutfall) og fór alla leið í úrslit Vesturdeildar. Boston vantar níu sigra til að jafna metiðNordicPhotos/GettyImagesBoston er nú á góðri leið með að bæta metið yfir besta viðsnúning allra tíma í NBA - og haldi liðið áfram á svipuðum krafti og verið hefur í vetur, er ljóst að þar verður um talsverða bætingu að ræða.Boston vann aðeins 24 leiki alla leiktíðina í fyrra en það hefur heldur betur snúist við með tilkomu þeirra Kevin Garnett og Ray Allen síðasta sumar.Boston hefur unnið 51 leik það sem af er vetri og aðeins tapað 12. Þetta þýðir að haldi liðið sama dampi þann mánuð sem eftir er af deildarkeppninni mundi það vinna í kring um 66 leiki og það mundi þýða 42 leikja viðsnúning frá síðasta tímabili.Boston hefur þegar bætt sig um 27 leiki frá í fyrra og vantar því aðeins níu sigra í viðbót í síðustu 19 leikjunum til að jafna met San Antonio yfir stærsta viðsnúning allra tíma í deildinni. NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Það er ekki bara lið Houston Rockets sem er að skrá nafn sitt í sögubækurnar í NBA deildinni þessa dagana. Lið Boston Celtics stefnir þannig óðfluga á að bæta metið yfir mesta viðsnúning allra tíma í deildinni. Það er San Antonio sem á tvo stærstu viðsnúninga sem lið hefur náð milli tímabila í sögu NBA deildarinnar og báru þau bæði upp á nýliðaár tveggja bestu leikmanna í sögu félagsins - David Robinson og Tim Duncan. Lottóvinningurinn Duncan Mesti viðsnúningur í sögu NBA deildarinnar er 36 sigrar hjá San Antonio yfir leiktíðarnar tvær árin 1996-98. Leiktíðina 1996-97 var aðalstjarna liðsins David Robinson mikið meiddur og hrundi leikur liðsins í fjarveru hans. Sumarið eftir datt liðið svo heldur betur í lukkupottinn þegar það fékk fyrsta valrétt í nýliðavalinu og tók þar Tim Duncan. Undir stjórn Duncan og Robinson hrökk San Antonio liðið heldur betur í gang og bætti sig um 36 sigurleiki. Liðið vann aðeins 20 af 82 leikjum sínum (24%) leiktíðina 1996-97 en ári síðar vann liðið 56 af 82 leikjum sínum (68%). Nýliðaár David Robinson Álíka viðsnúningur varð í sögu San Antonio leiktíðarnar 1988-90 þar sem liðið vann aðeins 21 leik árið 1989, en eftir að liðið tók David Robinson númer eitt í nýliðavalinu árið eftir vænkaðist hagur liðsins heldur betur og það vann 56 leiki og hefur verið í fremstu röð allar götur síðan ef undan er skilin leiktíðin 1996-97. Steve Nash kveikti í Phoenix Phoenix á þriðja besta viðsnúninginn í sögunni og hann hélst í hendur við komu Steve Nash til liðsins árið 2004. Leiktíðina 2003-04 vann Phoenix aðeins 29 leiki (35% vinningshlutfall) en árið eftir sprakk liðið út með Nash í fararbroddi og vann 62 leiki (75,6% vinningshlutfall) og fór alla leið í úrslit Vesturdeildar. Boston vantar níu sigra til að jafna metiðNordicPhotos/GettyImagesBoston er nú á góðri leið með að bæta metið yfir besta viðsnúning allra tíma í NBA - og haldi liðið áfram á svipuðum krafti og verið hefur í vetur, er ljóst að þar verður um talsverða bætingu að ræða.Boston vann aðeins 24 leiki alla leiktíðina í fyrra en það hefur heldur betur snúist við með tilkomu þeirra Kevin Garnett og Ray Allen síðasta sumar.Boston hefur unnið 51 leik það sem af er vetri og aðeins tapað 12. Þetta þýðir að haldi liðið sama dampi þann mánuð sem eftir er af deildarkeppninni mundi það vinna í kring um 66 leiki og það mundi þýða 42 leikja viðsnúning frá síðasta tímabili.Boston hefur þegar bætt sig um 27 leiki frá í fyrra og vantar því aðeins níu sigra í viðbót í síðustu 19 leikjunum til að jafna met San Antonio yfir stærsta viðsnúning allra tíma í deildinni.
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum