Fyrsta leik kvöldsins í N1 deild karla í handbolta er lokið. Akureyri vann Stjörnuna fyrir norðan 34-32 en heimamenn höfðu þriggja marka forystu í hálfleik.
Leikurinn var jafn og spennandi en Stjörnumenn voru óskynsamir undir lokin og Akureyri tryggði sér bæði stigin.
Magnús Stefánsson var með 8 mörk fyrir Akureyri og Oddur Grétarsson skoraði 6. Sveinbjörn Pétursson varði 21 skot í marki heimamanna.
Heimir Örn Árnason skoraði 10 mörk fyrir Stjörnuna og Ólafur Víðir Ólafsson 7. Hlynur Morthens varði 16 skot.