Kvennalið Vals tapaði 36-30 fyrir franska liðinu Merignac í Áskorendakeppni Evrópu í dag. Leikið var í Frakklandi en síðari leikurinn verður hér heima um næstu helgi.
Eva Barna var markahæst í Valsliðinu með níu mörk en Kristín Guðmundsdóttir var með sex. Frönsku stúlkurnar leiddu 21-14 í hálfleik. Liðið sem vinnur báða leikina samanlagt kemst í undanúrslit keppninnar.