NBA í nótt: Afar mikilvægur sigur hjá Denver Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. mars 2008 11:24 Carmelo Anthony skoraði 25 stig fyrir Denver í nótt. Nordic Photos / Getty Images Denver batt í nótt enda á ellefu leikja sigurgöngu San Antonio og vann um leið afar mikilvægan sigur þar sem liðið á í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Denver vann leikinn í nótt, 109-96. Allen Iverson skoraði 29 stig í leiknum þó svo að hann hafi tognað á fingri í fyrri hálfleik. „Við vitum hvað þetta er erfitt í Vesturdeildinni og ef við tökum okkur ekki saman í andlitinu eru góðar líkur á því að við komumst ekki í úrslitakeppnina," sagði Iverson. „Og það á bara ekki að vera hægt miðað við leikmennina sem við erum með." Hann hefur talsvert til síns máls enda tveir stjörnuleikmenn í liðinu, hann sjálfur og Carmelo Anthony auk þess sem að einn besti varnarmaður deildarinnar er í liðinu, Marcus Camby. Manu Ginobili var með 24 stig fyrir meistarana og Tim Duncan bætti við 23 stigum. San Antonio er í góðum málum þar sem liðið er í öðru sæti Vesturdeildarinnar, rétt á eftir LA LAkers. Denver er ekki með mikið verri árangur í vetur en samkeppnin er það hörð á Vesturströndinni að liðið er í níunda sæti deildarinnar, einum leik á eftir Golden State.Philadelphia vann sinn áttunda heimaleik í röð er liðið vann Seattle, 117-83. Samuel Dalbert skoraði 22 stig og tók þrettán fráköst en Andre Iguodala og Thaddeus Young skoruðu átján stig hver. Philadelphia hefur unnið ellefu af síðustu fjórtán leikjum sínum og er nú í sjöunda sæti í austrinu og á góða möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Hjá Seattle var Chris Wilcox stigahæstur með 20 stig en Kevin Durant skoraði fjórtán stig.Charlotte vann Atlanta, 108-93. Raymond Felton var með 23 stig og ellefu stoðsendingar fyrir Charlotte og Matt Carroll bætti við 21 stigi. Hjá Atlanta var Joe Johnson stigahæstur með 20 stig en Al Horford skoraði átján stig auk þess sem hann tók ellefu fráköst.Washington sigraði Toronto, 110-106, í framlengdum leik. Antawn Jamison skoraði sex af síðust átta stigum Washington í framlengingunni og var alls með 25 stig og sextán fráköst. Hvorki Gilbert Arenas né Caron Butler voru með Washington í nótt en liðið hefur þó unnið fimm af sjö leikjum liðsins í vetur þegar þeir hafa verið fjarverandi. Chris Bosh var ekki heldur með Toronto en þetta var fjórði leikurinn í röð sem hann missir af vegna hnémeiðsla sinna. Andrea Bargnani skoraði 27 stig fyrir Toronto. Golden State vann Miami, 134-99. Stephen Jackson skoraði 22 stig, Al Harrington sautján, Baron Davis fimmtán auk þess sem hann gaf fíu stoðsendingar. Miami hafði aðeins úr sjö leikmönnum að velja í leiknum en Dwyane Wade var fjarverandi vegna hnémeiðsla. Til að bæta gráu á svart meiddist Udonis Haslem í fjórða leikhluta og var liðið því að eins með einn varamann síðustu mínúturnar. Chris Quinn og Marcus Banks skoruðu 20 stig hver fyrir Miami í leiknum.Detroit vann New York, 101-97. Tayhshaun Prince skoraði 28 stig fyrir Detroit í leiknum en stigahæstir hjá New York voru Eddy Curry með 23 stig og Jamal Crawford með sautján stig. Detroit vantar aðeins einn sigurleik til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.Boston vann Chicago, 116-93, og eru á góðri leið með að vinna Austurdeildina. Paul Pierce skoraði 22 stig fyrir Boston og Kevin Garnett bætti við sextán og tók þar að auki átta fráköst. Ben Gordon skoraði 20 stig fyrir Chicago og Joakim Noah skoraði tíu stig og tók sjö fráköst.New Orleans vann New Jersey, 107-96. Chris Paul var með 25 stig og sextán stoðsendingar en þetta var þriðji sigur New Orleans í röð. Hjá New Jersey skoraði Richard Jefferson 27 stig og Vince Carter var með nítján stig og tíu stoðsendingar.Portland vann Milwaukee, 103-101. LaMarcus Aldridge skoraði 29 stig, þar á meðal sigurkörfu leiksins þegar 2,4 sekúndur voru til leiksloka. Steve Blake bætti við 21 stig fyrir Portland og Brandon Roy 20 stigum.Utah vann Phoenix, 126-118, en síðarnefnda liðið tapaði þar með sínum þriðja leik í röð. Carlos Boozer skoraði sautján af sínum 23 stigum í seinni hálfleik, þar á meðal mikilvæga körfu þegar hálf mínúta var til leiksloka. Deron Williams var einnig öflugur með 25 stig og fimmtán stoðsendingar sem og Mehmet Okur sem var með 25 stig. Amare Stoudemire skoraði 37 stig fyrir Phoenix sem hefur unnið aðeins þrjá af níu leikjum sínum síðan að Shaquille O'Neal kom til liðsins.Minnesota vann Sacramento, 111-103. Al Jefferson var með 21 stig og þrettán fráköst en um var að ræða afar sjaldgæfan útivallarsigur hjá Minnesota. Kevin Martin skoraði þó 48 stig fyrir Sacramento í leiknum en það dugði ekki til.LA Lakers vann LA Clippers, 119-82, þar sem leikmenn Lakers fóru á kostum af þriggja stiga línunni í síðari hálfleik. Alls hittu leikmenn liðsins úr tólf af sautján þriggja stiga skotum sínum í síðari hálfleik. Derek Fisher var stigahæstur hjá Lakers með sautján stig en Kobe Bryant skoraði sextán stig. Hjá Clippers var Corey Maggette stigahæstur með 22 stig auk þess sem hann tók sjö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Staðan í deildinni NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Í beinni: Ísland - Grænhöfðaeyjar | Strákarnir okkar hefja leik Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannar slást og minnast Ölla Í beinni: KR - Þór Þ. | Hörkuleikur í Vesturbæ Í beinni: Valur - Álftanes | Lið í harðri baráttu um dýrmætt sæti Í beinni: Höttur - Grindavík | Komast heimamenn úr fallsæti? Í beinni: ÍR - Stjarnan | Toppliðið í Breiðholti Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Sjá meira
Denver batt í nótt enda á ellefu leikja sigurgöngu San Antonio og vann um leið afar mikilvægan sigur þar sem liðið á í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Denver vann leikinn í nótt, 109-96. Allen Iverson skoraði 29 stig í leiknum þó svo að hann hafi tognað á fingri í fyrri hálfleik. „Við vitum hvað þetta er erfitt í Vesturdeildinni og ef við tökum okkur ekki saman í andlitinu eru góðar líkur á því að við komumst ekki í úrslitakeppnina," sagði Iverson. „Og það á bara ekki að vera hægt miðað við leikmennina sem við erum með." Hann hefur talsvert til síns máls enda tveir stjörnuleikmenn í liðinu, hann sjálfur og Carmelo Anthony auk þess sem að einn besti varnarmaður deildarinnar er í liðinu, Marcus Camby. Manu Ginobili var með 24 stig fyrir meistarana og Tim Duncan bætti við 23 stigum. San Antonio er í góðum málum þar sem liðið er í öðru sæti Vesturdeildarinnar, rétt á eftir LA LAkers. Denver er ekki með mikið verri árangur í vetur en samkeppnin er það hörð á Vesturströndinni að liðið er í níunda sæti deildarinnar, einum leik á eftir Golden State.Philadelphia vann sinn áttunda heimaleik í röð er liðið vann Seattle, 117-83. Samuel Dalbert skoraði 22 stig og tók þrettán fráköst en Andre Iguodala og Thaddeus Young skoruðu átján stig hver. Philadelphia hefur unnið ellefu af síðustu fjórtán leikjum sínum og er nú í sjöunda sæti í austrinu og á góða möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Hjá Seattle var Chris Wilcox stigahæstur með 20 stig en Kevin Durant skoraði fjórtán stig.Charlotte vann Atlanta, 108-93. Raymond Felton var með 23 stig og ellefu stoðsendingar fyrir Charlotte og Matt Carroll bætti við 21 stigi. Hjá Atlanta var Joe Johnson stigahæstur með 20 stig en Al Horford skoraði átján stig auk þess sem hann tók ellefu fráköst.Washington sigraði Toronto, 110-106, í framlengdum leik. Antawn Jamison skoraði sex af síðust átta stigum Washington í framlengingunni og var alls með 25 stig og sextán fráköst. Hvorki Gilbert Arenas né Caron Butler voru með Washington í nótt en liðið hefur þó unnið fimm af sjö leikjum liðsins í vetur þegar þeir hafa verið fjarverandi. Chris Bosh var ekki heldur með Toronto en þetta var fjórði leikurinn í röð sem hann missir af vegna hnémeiðsla sinna. Andrea Bargnani skoraði 27 stig fyrir Toronto. Golden State vann Miami, 134-99. Stephen Jackson skoraði 22 stig, Al Harrington sautján, Baron Davis fimmtán auk þess sem hann gaf fíu stoðsendingar. Miami hafði aðeins úr sjö leikmönnum að velja í leiknum en Dwyane Wade var fjarverandi vegna hnémeiðsla. Til að bæta gráu á svart meiddist Udonis Haslem í fjórða leikhluta og var liðið því að eins með einn varamann síðustu mínúturnar. Chris Quinn og Marcus Banks skoruðu 20 stig hver fyrir Miami í leiknum.Detroit vann New York, 101-97. Tayhshaun Prince skoraði 28 stig fyrir Detroit í leiknum en stigahæstir hjá New York voru Eddy Curry með 23 stig og Jamal Crawford með sautján stig. Detroit vantar aðeins einn sigurleik til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.Boston vann Chicago, 116-93, og eru á góðri leið með að vinna Austurdeildina. Paul Pierce skoraði 22 stig fyrir Boston og Kevin Garnett bætti við sextán og tók þar að auki átta fráköst. Ben Gordon skoraði 20 stig fyrir Chicago og Joakim Noah skoraði tíu stig og tók sjö fráköst.New Orleans vann New Jersey, 107-96. Chris Paul var með 25 stig og sextán stoðsendingar en þetta var þriðji sigur New Orleans í röð. Hjá New Jersey skoraði Richard Jefferson 27 stig og Vince Carter var með nítján stig og tíu stoðsendingar.Portland vann Milwaukee, 103-101. LaMarcus Aldridge skoraði 29 stig, þar á meðal sigurkörfu leiksins þegar 2,4 sekúndur voru til leiksloka. Steve Blake bætti við 21 stig fyrir Portland og Brandon Roy 20 stigum.Utah vann Phoenix, 126-118, en síðarnefnda liðið tapaði þar með sínum þriðja leik í röð. Carlos Boozer skoraði sautján af sínum 23 stigum í seinni hálfleik, þar á meðal mikilvæga körfu þegar hálf mínúta var til leiksloka. Deron Williams var einnig öflugur með 25 stig og fimmtán stoðsendingar sem og Mehmet Okur sem var með 25 stig. Amare Stoudemire skoraði 37 stig fyrir Phoenix sem hefur unnið aðeins þrjá af níu leikjum sínum síðan að Shaquille O'Neal kom til liðsins.Minnesota vann Sacramento, 111-103. Al Jefferson var með 21 stig og þrettán fráköst en um var að ræða afar sjaldgæfan útivallarsigur hjá Minnesota. Kevin Martin skoraði þó 48 stig fyrir Sacramento í leiknum en það dugði ekki til.LA Lakers vann LA Clippers, 119-82, þar sem leikmenn Lakers fóru á kostum af þriggja stiga línunni í síðari hálfleik. Alls hittu leikmenn liðsins úr tólf af sautján þriggja stiga skotum sínum í síðari hálfleik. Derek Fisher var stigahæstur hjá Lakers með sautján stig en Kobe Bryant skoraði sextán stig. Hjá Clippers var Corey Maggette stigahæstur með 22 stig auk þess sem hann tók sjö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Staðan í deildinni
NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Í beinni: Ísland - Grænhöfðaeyjar | Strákarnir okkar hefja leik Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannar slást og minnast Ölla Í beinni: KR - Þór Þ. | Hörkuleikur í Vesturbæ Í beinni: Valur - Álftanes | Lið í harðri baráttu um dýrmætt sæti Í beinni: Höttur - Grindavík | Komast heimamenn úr fallsæti? Í beinni: ÍR - Stjarnan | Toppliðið í Breiðholti Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Sjá meira