Óbreyttir stýrivextir í Japan í skugga gengisfalls 7. mars 2008 09:16 Toshihiko Fukui, fráfarandi seðlabankastjóri Japans. Mynd/AFP Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum þrátt fyrir lausafjárþurrð og mikla gengislækkun í kauphöllinni í Tókýó upp á síðkastið. Fjármálasérfræðingar spáðu flestir þessari niðurstöðu. Í rökstuðningi bankastjórnarinnar segir, að reiknað sé með hægari hagvexti á þessu ári en áður hafði verið gert ráð fyrir enda verðbólga að aukast á sama tíma og fasteignamarkaðurinn kólni. Þá er óttast að samdráttur í einkaneyslu í Bandaríkjunum geti komið harkalega niður á japönskum útflutningsfyrirtækjum. Breska ríkisútvarpið bætir því við að þetta sé síðasti vaxtaákvörðunarfundur Toshihiko Fukui, seðlabankastjóra, en hann lætur af störfum eftir hálfan mánuð. Gengi hlutabréfa lækkaði talsvert við lokun markaða í Japan í morgun en Nikkei-vísitalan féll um 3,3 prósent þegar fjárfestar seldu mikið magn hlutabréfa í þarlendum útflutningsfyrirtækjum, að sögn BBC. Stýrivextir í Japan eru með því lægsta í heimi. Þeir voru núllstilltir í kjölfar efnahagslægðar sem gekk yfir Asíu árið 1997. Þeir hafa verið hækkaðir í tvígang frá því um mitt sumar 2006 um 25 punkta í hvort sinn. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum þrátt fyrir lausafjárþurrð og mikla gengislækkun í kauphöllinni í Tókýó upp á síðkastið. Fjármálasérfræðingar spáðu flestir þessari niðurstöðu. Í rökstuðningi bankastjórnarinnar segir, að reiknað sé með hægari hagvexti á þessu ári en áður hafði verið gert ráð fyrir enda verðbólga að aukast á sama tíma og fasteignamarkaðurinn kólni. Þá er óttast að samdráttur í einkaneyslu í Bandaríkjunum geti komið harkalega niður á japönskum útflutningsfyrirtækjum. Breska ríkisútvarpið bætir því við að þetta sé síðasti vaxtaákvörðunarfundur Toshihiko Fukui, seðlabankastjóra, en hann lætur af störfum eftir hálfan mánuð. Gengi hlutabréfa lækkaði talsvert við lokun markaða í Japan í morgun en Nikkei-vísitalan féll um 3,3 prósent þegar fjárfestar seldu mikið magn hlutabréfa í þarlendum útflutningsfyrirtækjum, að sögn BBC. Stýrivextir í Japan eru með því lægsta í heimi. Þeir voru núllstilltir í kjölfar efnahagslægðar sem gekk yfir Asíu árið 1997. Þeir hafa verið hækkaðir í tvígang frá því um mitt sumar 2006 um 25 punkta í hvort sinn.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira