NBA í nótt: Toppliðin töpuðu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2008 11:41 Tracy McGrady og Yao Ming gátu leyft sér að brosa í nótt. Nordic Photos / Getty Images Topplið bæði Austur- og Vesturdeildarinnar, Boston Celtics og New Orleans Hornets, töpuðu sínum leikjum í NBA-deildinni í nótt. Boston tapaði sínum þriðja leik í röð og er það í fyrsta sinn sem það gerist á tímabilinu. Liðið tapaði fyrir Phoenix Suns, 85-77. Houston vann svo sinn ellefta sigur í röð er það lagði New Orleans, 100-80. Um leið bætti liðið félagsmet með því að vinna tíu útileiki í röð. „Við vildum senda skýr skilaboð," sagði Rick Adelman, þjálfari Houston. „Okkur finnst að við séum að spila jafnvel og hver annar í deildinni og við vildum sýna að við getum spilað gegn bestu liðum deildarinnar og unnið þau." Tracy McGrady var með 34 stig sem hann skoraði úr öllum mögulegum færum. Yao Ming var með 28 stig og fjórtán fráköst. Houston náði snemma forystunni snemma í leiknum og lét hana aldrei af hendi. New Orleans varð að sætta sig við sitt fyrsta tap í síðustu sex leikjum sínum. Þetta var fyrsti leikur New Orleans síðan að liðið fékk þá Bonzi Wells og Mike James frá einmitt Houston, sem hefur unnið báða leiki sína síðan að þeir fóru frá liðinu. Þeir gátu ekki tekið þátt í leiknum og þurftu því að horfa upp á gamla liðið sitt keyra yfir það nýja. New York vann Toronto, 103-99, þar sem Jamal Crawford skoraði 43 stig fyrir New York en Chris Bosh skoraði 23 stig fyrir gestina frá Kanada. Cleveland vann nauman sigur á Washington, 90-89, þökk sé tveimur vítaköstum frá LeBron James þegar 7,8 sekúndur voru til leiksloka. Cleveland gat þó aðeins notað átta leikmenn í leiknum en það dugði til á endaum. Detroit vann stórsigur á Milwaukee, 127-100, þar sem Chauncey Billups var með 21 stig og tólf stoðsendingar fyrir fyrrnefnda liðið. Orlando vann Philadelphia, 115-99. Hedu Turkoglu skoraði 31 stig og Dwight Howard 24 stig auk þess sem hann tók átján fráköst fyrir Orlando. Dallas vann Memphis á útivelli, 98-83. Dirk Nowitzky skoraði 27 stig og Jason Kidd náði fimmtán stoðsendingum í leiknum. Indiana vann New Jersey, 113-103. Mike Dunleavy var með 34 stig fyrir Indiana sem vann sinn fyrsta sigur í fjórum síðustu leikjum sínum. Chicago vann Denver, 135-121. Ben Gordon skoraði 37 stig fyrir Chicago sem fór hreinlega á kostum í sókninni. Sacramento vann Charlotte, 116-115, í framlengdum leik. Brad Miller var með 22 stig og fjórtán fráköst fyrir Sacramento en Gerald Wallace lék ekki með Charlotte vegna meiðsla. Phoenix vann Boston, 85-77, sem fyrr segir. Amare Stoudemire var með 28 stig og Steve Nash bætti við átján stigum. Þetta var fyrsti sigur Phoenix síðan að Shaquille O'Neal kom til liðsins en hann skoraði fjögur stig í leiknum og tók fjórtán fráköst. LA Clippers vann Utah, 114-104, þar sem Al Thornton skoraði fjórtán af sínum 27 stigum í leiknum í fjórða leikhluta. Atlanta vann Golden State á útivelli, 117-110. Joe Johnson var með 27 stig fyrir Atlanta sem vann sinn fyrsta sigur í síðustu sjö leikjum sínum. Að síðustu vann Seattle góðan sigur á Portland, 99-87. Kevin Durant var með sautján stig en hvíldi svo allan fjórða leikhluta enda lét Seattle forystuna aldrei af hendi. NBA Mest lesið Bein útsending: Kristinn Gunnar sigurvegari! Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Sjá meira
Topplið bæði Austur- og Vesturdeildarinnar, Boston Celtics og New Orleans Hornets, töpuðu sínum leikjum í NBA-deildinni í nótt. Boston tapaði sínum þriðja leik í röð og er það í fyrsta sinn sem það gerist á tímabilinu. Liðið tapaði fyrir Phoenix Suns, 85-77. Houston vann svo sinn ellefta sigur í röð er það lagði New Orleans, 100-80. Um leið bætti liðið félagsmet með því að vinna tíu útileiki í röð. „Við vildum senda skýr skilaboð," sagði Rick Adelman, þjálfari Houston. „Okkur finnst að við séum að spila jafnvel og hver annar í deildinni og við vildum sýna að við getum spilað gegn bestu liðum deildarinnar og unnið þau." Tracy McGrady var með 34 stig sem hann skoraði úr öllum mögulegum færum. Yao Ming var með 28 stig og fjórtán fráköst. Houston náði snemma forystunni snemma í leiknum og lét hana aldrei af hendi. New Orleans varð að sætta sig við sitt fyrsta tap í síðustu sex leikjum sínum. Þetta var fyrsti leikur New Orleans síðan að liðið fékk þá Bonzi Wells og Mike James frá einmitt Houston, sem hefur unnið báða leiki sína síðan að þeir fóru frá liðinu. Þeir gátu ekki tekið þátt í leiknum og þurftu því að horfa upp á gamla liðið sitt keyra yfir það nýja. New York vann Toronto, 103-99, þar sem Jamal Crawford skoraði 43 stig fyrir New York en Chris Bosh skoraði 23 stig fyrir gestina frá Kanada. Cleveland vann nauman sigur á Washington, 90-89, þökk sé tveimur vítaköstum frá LeBron James þegar 7,8 sekúndur voru til leiksloka. Cleveland gat þó aðeins notað átta leikmenn í leiknum en það dugði til á endaum. Detroit vann stórsigur á Milwaukee, 127-100, þar sem Chauncey Billups var með 21 stig og tólf stoðsendingar fyrir fyrrnefnda liðið. Orlando vann Philadelphia, 115-99. Hedu Turkoglu skoraði 31 stig og Dwight Howard 24 stig auk þess sem hann tók átján fráköst fyrir Orlando. Dallas vann Memphis á útivelli, 98-83. Dirk Nowitzky skoraði 27 stig og Jason Kidd náði fimmtán stoðsendingum í leiknum. Indiana vann New Jersey, 113-103. Mike Dunleavy var með 34 stig fyrir Indiana sem vann sinn fyrsta sigur í fjórum síðustu leikjum sínum. Chicago vann Denver, 135-121. Ben Gordon skoraði 37 stig fyrir Chicago sem fór hreinlega á kostum í sókninni. Sacramento vann Charlotte, 116-115, í framlengdum leik. Brad Miller var með 22 stig og fjórtán fráköst fyrir Sacramento en Gerald Wallace lék ekki með Charlotte vegna meiðsla. Phoenix vann Boston, 85-77, sem fyrr segir. Amare Stoudemire var með 28 stig og Steve Nash bætti við átján stigum. Þetta var fyrsti sigur Phoenix síðan að Shaquille O'Neal kom til liðsins en hann skoraði fjögur stig í leiknum og tók fjórtán fráköst. LA Clippers vann Utah, 114-104, þar sem Al Thornton skoraði fjórtán af sínum 27 stigum í leiknum í fjórða leikhluta. Atlanta vann Golden State á útivelli, 117-110. Joe Johnson var með 27 stig fyrir Atlanta sem vann sinn fyrsta sigur í síðustu sjö leikjum sínum. Að síðustu vann Seattle góðan sigur á Portland, 99-87. Kevin Durant var með sautján stig en hvíldi svo allan fjórða leikhluta enda lét Seattle forystuna aldrei af hendi.
NBA Mest lesið Bein útsending: Kristinn Gunnar sigurvegari! Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti