Handbolti

Aron á í viðræðum við HSÍ

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka.
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. Mynd/Daníel

HSÍ hefur nú snúið sér að Aroni Kristjánssyni en það staðfesti hann í samtali við Vísi nú í dag.

Aron vildi annars lítið gefa upp um málið en sagði þó að frekari fregna væri að vænta á allra næstu dögum.

Fyrr í dag gaf Geir Sveinsson það út að hann hefði hafnað boði HSÍ um að taka að sér starf landsliðsþjálfara karla í handbolta. Þar áður höfðu þeir Magnus Andersson og Dagur Sigurðsson hafnað starfinu.

Aron er þjálfari karlaliðs Hauka í handbolta sem trónir á toppi N1-deildarinnar. Hann var þar áður þjálfari Skjern í Danmörku og lék einnig með landsliðinu í mörg ár.


Tengdar fréttir

Geir tekur ekki við landsliðinu

Geir Sveinsson tekur ekki við landsliðinu í handbolta en þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×