Halldór Jóhann Sigfússon meiddist í leik Fram gegn CSU Poli í Rúmeníu í morgun og verður frá keppni í tvær vikur. Þetta kemur fram á heimasíðu Fram.
Fram tapaði leiknum með tveggja marka mun en liðin eigast við í seinni leiknum á morgun. Halldór fékk hné eins rúmenska leikmannsins í magann í seinni hálfleik og er lifrin marin eftir höggið.
Samkvæmt lænisráði þarf Halldór að liggja rólegur næstu daga. Framundan eru mikilvægir leikir hjá Fram gegn Stjörnunni og Haukum í N1 deildinni en liðið verður án Halldórs í þeim leikjum.
Sjá einnig:
Fram tapaði fyrri leiknum í Rúmeníu