Það gekk mikið á í leik Fram og Akureyrar í undanúrslitum Eimskipabikarsins í handbolta í gær þar sem tveir leikmenn fengu að líta rautt spjald.
Framarar höfðu sigur í leiknum 27-24 en hætt er við því að þeir séu ósáttir við rauða spjaldið sem Andri Berg Haraldsson fékk að líta í fyrri hálfleiknum.
Andri stóð vaktina gegn Akureyringnum Nicolaj Jankovic, en sá gaf honum mjög greinilega hnefahögg í andlitið eftir viðskipti þeirra eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir fréttinni.
Smelltu hér til að sjá myndband af atvikinu af síðunni www.drengsson.net