Haukar endurheimtu í dag tveggja stiga forystu á toppi N1-deildar karla með fjögurra marka sigri á ÍBV, 32-28.
Staðan í hálfleik var 15-10, Haukum í vil. Markahæstur Hauka var Kári Kristján Kristjánsson með sjö mörk en þeir Andri Stefan og Jón Karl Björnsson skoruðu fimm mörk hver.
Sigurður Bragason skoraði fjórtán mörk fyrir ÍBV og Sergey Trotsenko sex.
ÍBV er enn í neðsta sæti deildarinnar með tvö stig.