NBA í nótt: Ótrúlegur leikur í Phoenix Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. febrúar 2008 09:45 Peja Stojakovic bregður á leik eftir að hafa tryggt New Orleans sigur í nótt. Nordic Photos / Getty Images Phoenix hélt upp á komu Shaquille O'Neal með því að bjóða upp ótrúlegan leik gegn New Orleans í nótt. Leikurinn verður sýndur á Sýn annað kvöld. Skemmst er frá því að segja að leikurinn var tvíframlengdur og skoraði Peja Stojakovic, leikmaður New Orleans, sigurkörfu leiksins um leið og lokaflautið gall með skoti rétt innan þriggja stiga línunnar, í nánast ómögulegri stöðu. Þetta var þriðji sigur New Orleans á Phoenix í jafn mörgum leikjum á tímabilinu en hann var mjög tæpur í þetta sinn. New Orlenas var með átta stiga forystu í hálfleik, 63-55, en þurftu samt engu að síður að jafna metin í lok leiksins. Stojakovic var þar að verki. Chris Paul fékk svo tækifæri til að skora sigurkörfu New Orleans í blálokin en hann missti marks. Það var svo Steve Nash sem tryggði Phoenix seinni framlenginguna með þriggja stiga jöfnunarskoti þegar átta sekúndur voru eftir af fyrri framlengingunni. Leandro Brabosa var svo nýbúinn að jafna metin fyrir Phoenix í seinni framlengingunni þegar að Stojakovic tryggði New Orleans sigur sem fyrr segir. Chris Paul var með 42 stig fyrir New Orleans, Stojakovic 26 stig og Jannero Pargo 22 stig. David West var með 21 stig og þrettán fráköst. Steve Nash var stigahæstur leikmanna Phoenix með 32 stig auk þess sem hann gaf tólf stoðsendingar. Hann tapaði að vísu tíu boltum í leiknum. Amare Stoudamire var með 26 stig og 20 fráköst og þeir Boris Diaw og Barbosa með 22 stig hver. Atlanta vann sinn þriðja sigur í röð í nótt með góðum sigri á LA Lakers, 98-95. Joe Johnson skoraði úr fjórum vítaköstum á síðustu 23 sekúndum leiksins. Hann var stigahæstur með 28 stig en þeir Pau Gasol og Kobe Bryant náðu sér hvorugur almennilega á strik. Gasol hitti úr fimm af fjórtán skotum í leiknum og Bryant úr fjórum af sextán. Lamar Odom var stigahæstur leikmanna Lakers með nítján stig og Derek Fisher skoraði sautján stig. Dallas vann Milwaukee, 107-96, og náði Dirk Nowitzky sinni fyrstu þrefaldri tvennu á ferlinum í NBA-deildinni með því að skora 29 stig, taka tíu fráköst og gefa tólf stoðsendingar. Orlando vann auðveldan sigur á New Jersey, 100-84, en síðarnefnda liðið tapaði þar með sínum tólfta leik af síðustu fjórtán. Dwight Howard skoraði 21 stig fyrir Orlando og tók þrettán fráköst. San Antonio vann sigur á Washington, 85-77. Tim Duncan skoraði 23 stig fyrir San Antonio, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Miami Heat tapaði sínum 20 leik af síðustu 21 í nótt. Í þetta sinn fyrir Detroit, 100-95. Indiana og New York höfðu samanlagt tapað þrettán leikjum í röð þegar liðin mættust í nótt. Svo fór að Indiana vann, 103-100, og tapaði New York þar með sínum sjöunda leik í röð. Úrslit annarra leikja: Boston Celtics - LA Clippers 111-100 Denver Nuggets - Utah Jazz 115-118 Sacramento Kings - Seattle Supersonics 92-105Portland Trail Blazers - Chicago Bulls 100-97 NBA Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Sjá meira
Phoenix hélt upp á komu Shaquille O'Neal með því að bjóða upp ótrúlegan leik gegn New Orleans í nótt. Leikurinn verður sýndur á Sýn annað kvöld. Skemmst er frá því að segja að leikurinn var tvíframlengdur og skoraði Peja Stojakovic, leikmaður New Orleans, sigurkörfu leiksins um leið og lokaflautið gall með skoti rétt innan þriggja stiga línunnar, í nánast ómögulegri stöðu. Þetta var þriðji sigur New Orleans á Phoenix í jafn mörgum leikjum á tímabilinu en hann var mjög tæpur í þetta sinn. New Orlenas var með átta stiga forystu í hálfleik, 63-55, en þurftu samt engu að síður að jafna metin í lok leiksins. Stojakovic var þar að verki. Chris Paul fékk svo tækifæri til að skora sigurkörfu New Orleans í blálokin en hann missti marks. Það var svo Steve Nash sem tryggði Phoenix seinni framlenginguna með þriggja stiga jöfnunarskoti þegar átta sekúndur voru eftir af fyrri framlengingunni. Leandro Brabosa var svo nýbúinn að jafna metin fyrir Phoenix í seinni framlengingunni þegar að Stojakovic tryggði New Orleans sigur sem fyrr segir. Chris Paul var með 42 stig fyrir New Orleans, Stojakovic 26 stig og Jannero Pargo 22 stig. David West var með 21 stig og þrettán fráköst. Steve Nash var stigahæstur leikmanna Phoenix með 32 stig auk þess sem hann gaf tólf stoðsendingar. Hann tapaði að vísu tíu boltum í leiknum. Amare Stoudamire var með 26 stig og 20 fráköst og þeir Boris Diaw og Barbosa með 22 stig hver. Atlanta vann sinn þriðja sigur í röð í nótt með góðum sigri á LA Lakers, 98-95. Joe Johnson skoraði úr fjórum vítaköstum á síðustu 23 sekúndum leiksins. Hann var stigahæstur með 28 stig en þeir Pau Gasol og Kobe Bryant náðu sér hvorugur almennilega á strik. Gasol hitti úr fimm af fjórtán skotum í leiknum og Bryant úr fjórum af sextán. Lamar Odom var stigahæstur leikmanna Lakers með nítján stig og Derek Fisher skoraði sautján stig. Dallas vann Milwaukee, 107-96, og náði Dirk Nowitzky sinni fyrstu þrefaldri tvennu á ferlinum í NBA-deildinni með því að skora 29 stig, taka tíu fráköst og gefa tólf stoðsendingar. Orlando vann auðveldan sigur á New Jersey, 100-84, en síðarnefnda liðið tapaði þar með sínum tólfta leik af síðustu fjórtán. Dwight Howard skoraði 21 stig fyrir Orlando og tók þrettán fráköst. San Antonio vann sigur á Washington, 85-77. Tim Duncan skoraði 23 stig fyrir San Antonio, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Miami Heat tapaði sínum 20 leik af síðustu 21 í nótt. Í þetta sinn fyrir Detroit, 100-95. Indiana og New York höfðu samanlagt tapað þrettán leikjum í röð þegar liðin mættust í nótt. Svo fór að Indiana vann, 103-100, og tapaði New York þar með sínum sjöunda leik í röð. Úrslit annarra leikja: Boston Celtics - LA Clippers 111-100 Denver Nuggets - Utah Jazz 115-118 Sacramento Kings - Seattle Supersonics 92-105Portland Trail Blazers - Chicago Bulls 100-97
NBA Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Sjá meira