Bryant skoraði 46 stig gegn Toronto 2. febrúar 2008 13:23 Kobe Bryant skoraði 46 stig gegn Toronto í nótt, en margir muna eftir því þegar hann skoraði 81 stig gegn liðinu fyrir tveimur árum eða svo Nordic Photos / Getty Images Kobe Bryant virðist finna sig vel þegar hann spilar við Toronto í NBA deildinni en í nótt skoraði hann 46 stig þegar LA Lakers vann góðan útisigur á Kanadaliðinu 121-101. Bryant hélt sannkallaða sýningu í leiknum og tróð hvað eftir annað yfir leikmenn Toronto sem réðu ekkert við hann. Það var engu líkara en Bryant tvíefldist við að heyra tíðindi gærkvöldsins þegar ljóst var að Lakers væri að fá til sín Spánverjann stóra Pau Gasol frá Memphis. Andrea Bargnani var stigahæstur hjá Toronto með 28 stig. Utah vann sjöunda leikinn í röð þegar það skellti Washington á útivelli 96-87. Mehmet Okur skoraði 27 stig og hirti 11 fráköst fyrir Utah en Antawn Jamison skoraði 31 stig fyrir Washington. New Orleans tapaði öðrum leik sínum í röð þegar það lá fyrir Sacramento á útivelli 112-103. Ron Artest skoraði 24 stig fyrir Sacramento en Peja Stojakovic var stigahæstur hjá New Orleans með 25 stig gegn sínum gömlu félögum. Portland vann nauman heimasigur á New York eftir framlengingu 94-88. Brandon Roy var með þrennu hjá Portland, skoraði 20 stig, hirti 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Houston vann nauman útisigur á Indiana 106-103 með 22 stigum frá Carl Landry sem var persónulegt met. Danny Granger skoraði 22 fyrir Indiana. Orlando lagði Philadelphia 108-106 þar sem Hedo Turkoglu skoraði 23 stig fyrir Orlando og tryggði sigurinn á vítalínunni. Andre Miller var með 23 stig og 11 stoðsendingar fyrir Philadelphia. New Jersey lagði Miami á útivelli 94-85 og tryggði að Miami er nú með lélegasta árangur allra liða í deildinni - aðeins 9 sigra og 36 töp. Richard Jefferson skoraði 25 stig fyrir New Jersey en Dwyane Wade skoraði 15 stig fyrir Miami. Minnesota lagði meiðslum hrjáð lið LA Clippers 104-83. Al Jefferson skoraði 25 stig og hirti 11 fráköst fyrir heimamenn en Sam Cassell skoraði 17 stig fyrir Clippers. Loks vann Golden State auðveldan sigur á Charlotte á heimavelli 127-96 þar sem Jason Richardson spilaði sinn fyrsta leik með Charlotte á gamla heimavellinum sínum í Oakland. Monta Ellis skoraði 21 stig fyrir Golden State en Emeka Okafor skoraði 20 stig og hirti 18 fráköst fyrir Charlotte. NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Í beinni: Ísland - Grænhöfðaeyjar | Strákarnir okkar hefja leik Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannar slást og minnast Ölla Í beinni: KR - Þór Þ. | Hörkuleikur í Vesturbæ Í beinni: Valur - Álftanes | Lið í harðri baráttu um dýrmætt sæti Í beinni: Höttur - Grindavík | Komast heimamenn úr fallsæti? Í beinni: ÍR - Stjarnan | Toppliðið í Breiðholti Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Sjá meira
Kobe Bryant virðist finna sig vel þegar hann spilar við Toronto í NBA deildinni en í nótt skoraði hann 46 stig þegar LA Lakers vann góðan útisigur á Kanadaliðinu 121-101. Bryant hélt sannkallaða sýningu í leiknum og tróð hvað eftir annað yfir leikmenn Toronto sem réðu ekkert við hann. Það var engu líkara en Bryant tvíefldist við að heyra tíðindi gærkvöldsins þegar ljóst var að Lakers væri að fá til sín Spánverjann stóra Pau Gasol frá Memphis. Andrea Bargnani var stigahæstur hjá Toronto með 28 stig. Utah vann sjöunda leikinn í röð þegar það skellti Washington á útivelli 96-87. Mehmet Okur skoraði 27 stig og hirti 11 fráköst fyrir Utah en Antawn Jamison skoraði 31 stig fyrir Washington. New Orleans tapaði öðrum leik sínum í röð þegar það lá fyrir Sacramento á útivelli 112-103. Ron Artest skoraði 24 stig fyrir Sacramento en Peja Stojakovic var stigahæstur hjá New Orleans með 25 stig gegn sínum gömlu félögum. Portland vann nauman heimasigur á New York eftir framlengingu 94-88. Brandon Roy var með þrennu hjá Portland, skoraði 20 stig, hirti 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Houston vann nauman útisigur á Indiana 106-103 með 22 stigum frá Carl Landry sem var persónulegt met. Danny Granger skoraði 22 fyrir Indiana. Orlando lagði Philadelphia 108-106 þar sem Hedo Turkoglu skoraði 23 stig fyrir Orlando og tryggði sigurinn á vítalínunni. Andre Miller var með 23 stig og 11 stoðsendingar fyrir Philadelphia. New Jersey lagði Miami á útivelli 94-85 og tryggði að Miami er nú með lélegasta árangur allra liða í deildinni - aðeins 9 sigra og 36 töp. Richard Jefferson skoraði 25 stig fyrir New Jersey en Dwyane Wade skoraði 15 stig fyrir Miami. Minnesota lagði meiðslum hrjáð lið LA Clippers 104-83. Al Jefferson skoraði 25 stig og hirti 11 fráköst fyrir heimamenn en Sam Cassell skoraði 17 stig fyrir Clippers. Loks vann Golden State auðveldan sigur á Charlotte á heimavelli 127-96 þar sem Jason Richardson spilaði sinn fyrsta leik með Charlotte á gamla heimavellinum sínum í Oakland. Monta Ellis skoraði 21 stig fyrir Golden State en Emeka Okafor skoraði 20 stig og hirti 18 fráköst fyrir Charlotte.
NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Í beinni: Ísland - Grænhöfðaeyjar | Strákarnir okkar hefja leik Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannar slást og minnast Ölla Í beinni: KR - Þór Þ. | Hörkuleikur í Vesturbæ Í beinni: Valur - Álftanes | Lið í harðri baráttu um dýrmætt sæti Í beinni: Höttur - Grindavík | Komast heimamenn úr fallsæti? Í beinni: ÍR - Stjarnan | Toppliðið í Breiðholti Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Sjá meira