Stjörnuliðin í NBA klár 1. febrúar 2008 01:13 Chris Paul og David West hafa ástæðu til að brosa, enda á leið í sinn fyrsta stjörnuleik Nordic Photos / Getty Images Í nótt var tilkynnt hvaða leikmenn verða varamenn í stjörnuleiknum í NBA deildinni sem fram fer í New Orleans þann 17. febrúar. Áður var búið að tilkynna byrjunarliðsmennina og því er komið á hreint hverjir hljóta þann heiður að taka þátt í leiknum. Valið að þessu sinni var nokkuð tvísýnt, sérstaklega í Vesturdeildinni, þar sem margir sterkir leikmenn verða að sætta sig við að sitja heima á þessum stærsta einstaka viðburði ársins í NBA deildinni. Það eru stuðningsmennirnir sjálfir sem sjá um að velja byrjunarliðsmennina í kosningu á netinu, en þjálfarar í deildinni sjá um valið á varamönnunum. Í Austurdeildinni var þegar búið að velja þá Jason Kidd, Dwyane Wade, LeBron James, Kevin Garnett og Dwight Howard í byrjunarlið. Varamenn í Austurdeildinni verða þeir Chris Bosh frá Toronto, Joe Johnson frá Atlanta, Paul Pierce frá Boston, Caron Butler og Antawn Jamison frá Washington og Chauncey Billups og Richard Hamilton frá Detroit. Það sem helst ber til tíðinda af valinu á liði Austurdeildarinnar er að þar er enginn Shaquille O´Neal sem hafði verið valinn í stjörnulið 14 ár í röð. Aðeins Lakers-goðsögnin Jerry West og Karl Malone höfðu verið valdir svo oft í röð í stjörnulið á ferlinum. Enginn eiginlegur miðherji var á meðal varamanna í austurliðinu og segja má að Chris Bosh gegni því hlutverki. Sumir höfðu vonast eftir því að sjá Hedo Turkoglu frá Orlando í austurliðinu en hann hlaut ekki náð fyrir augum þjálfara að þessu sinni. Sömu sögu var að segja um Ray Allen hjá Boston, Jose Calderon hjá Toronto, Michael Redd hjá Milwaukee og þá Vince Carter og Richard Jefferson hjá New Jersey svo einhverjir séu nefndir. Þröngt á þingi í VesturdeildinniTim Duncan er eini maðurinn úr þríeyki meistara San Antonio sem fær sæti í stjörnuliði VesturdeildarinnarNordicPhotos/GettyImagesValið á úrvalsliði Vesturdeildarinnar var öllu meiri höfðuverkur fyrir þjálfara, enda komu þar miklu fleiri leikmenn til greina í stjörnuleikinn.Byrjunarliðið í Vesturdeildinni er skipað þeim Allen Iverson, Kobe Bryant, Carmelo Anthony, Tim Duncan og Yao Ming.Varamennirnir sem valdir voru í nótt eru Steve Nash og Amare Stoudemire hjá Phoenix, Carlos Boozer frá Utah, Brandon Roy frá Portland sem valinn var í fyrsta sinn á ferlinum, Dirk Nowitzki frá Dallas og þeir Chris Paul og David West frá spútnikliði New Orleans.Það var því ekkert pláss fyrir leikmenn eins og Manu Ginobili og Tony Parker frá San Antonio, Deron Williams frá Utah, Al Jefferson frá Minnesota, Josh Howard frá Dallas, Shawn Marion frá Phoenix og Baron Davis og Stephen Jackson frá Golden State. Allir þessir menn hafa átt frábær tímabil með liðum sínum og eru eflaust súrir yfir því að fá ekki að taka þátt.Þeir Chris Paul og David West frá New Orleans eru að taka þátt í sínum fyrsta stjörnuleik og fer vel á því þar sem viðburðurinn verður haldinn á heimavelli þeirra í New Orleans. Einnig stefnir í það að þjálfari þeirra, Byron Scott, fái það hlutskipti að þjálfa vesturliðið og það er tryggt ef liðið vinnur einn leik í viðbót fram að stjörnuleiknum - eða ef Dallas tapar einum af þeim tveimur leikjum sem liðið á eftir. NBA Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Í nótt var tilkynnt hvaða leikmenn verða varamenn í stjörnuleiknum í NBA deildinni sem fram fer í New Orleans þann 17. febrúar. Áður var búið að tilkynna byrjunarliðsmennina og því er komið á hreint hverjir hljóta þann heiður að taka þátt í leiknum. Valið að þessu sinni var nokkuð tvísýnt, sérstaklega í Vesturdeildinni, þar sem margir sterkir leikmenn verða að sætta sig við að sitja heima á þessum stærsta einstaka viðburði ársins í NBA deildinni. Það eru stuðningsmennirnir sjálfir sem sjá um að velja byrjunarliðsmennina í kosningu á netinu, en þjálfarar í deildinni sjá um valið á varamönnunum. Í Austurdeildinni var þegar búið að velja þá Jason Kidd, Dwyane Wade, LeBron James, Kevin Garnett og Dwight Howard í byrjunarlið. Varamenn í Austurdeildinni verða þeir Chris Bosh frá Toronto, Joe Johnson frá Atlanta, Paul Pierce frá Boston, Caron Butler og Antawn Jamison frá Washington og Chauncey Billups og Richard Hamilton frá Detroit. Það sem helst ber til tíðinda af valinu á liði Austurdeildarinnar er að þar er enginn Shaquille O´Neal sem hafði verið valinn í stjörnulið 14 ár í röð. Aðeins Lakers-goðsögnin Jerry West og Karl Malone höfðu verið valdir svo oft í röð í stjörnulið á ferlinum. Enginn eiginlegur miðherji var á meðal varamanna í austurliðinu og segja má að Chris Bosh gegni því hlutverki. Sumir höfðu vonast eftir því að sjá Hedo Turkoglu frá Orlando í austurliðinu en hann hlaut ekki náð fyrir augum þjálfara að þessu sinni. Sömu sögu var að segja um Ray Allen hjá Boston, Jose Calderon hjá Toronto, Michael Redd hjá Milwaukee og þá Vince Carter og Richard Jefferson hjá New Jersey svo einhverjir séu nefndir. Þröngt á þingi í VesturdeildinniTim Duncan er eini maðurinn úr þríeyki meistara San Antonio sem fær sæti í stjörnuliði VesturdeildarinnarNordicPhotos/GettyImagesValið á úrvalsliði Vesturdeildarinnar var öllu meiri höfðuverkur fyrir þjálfara, enda komu þar miklu fleiri leikmenn til greina í stjörnuleikinn.Byrjunarliðið í Vesturdeildinni er skipað þeim Allen Iverson, Kobe Bryant, Carmelo Anthony, Tim Duncan og Yao Ming.Varamennirnir sem valdir voru í nótt eru Steve Nash og Amare Stoudemire hjá Phoenix, Carlos Boozer frá Utah, Brandon Roy frá Portland sem valinn var í fyrsta sinn á ferlinum, Dirk Nowitzki frá Dallas og þeir Chris Paul og David West frá spútnikliði New Orleans.Það var því ekkert pláss fyrir leikmenn eins og Manu Ginobili og Tony Parker frá San Antonio, Deron Williams frá Utah, Al Jefferson frá Minnesota, Josh Howard frá Dallas, Shawn Marion frá Phoenix og Baron Davis og Stephen Jackson frá Golden State. Allir þessir menn hafa átt frábær tímabil með liðum sínum og eru eflaust súrir yfir því að fá ekki að taka þátt.Þeir Chris Paul og David West frá New Orleans eru að taka þátt í sínum fyrsta stjörnuleik og fer vel á því þar sem viðburðurinn verður haldinn á heimavelli þeirra í New Orleans. Einnig stefnir í það að þjálfari þeirra, Byron Scott, fái það hlutskipti að þjálfa vesturliðið og það er tryggt ef liðið vinnur einn leik í viðbót fram að stjörnuleiknum - eða ef Dallas tapar einum af þeim tveimur leikjum sem liðið á eftir.
NBA Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira