LeBron James valtaði yfir Portland 31. janúar 2008 09:21 LeBron James skorar hér sigurkörfu Cleveland gegn Portland Nordic Photos / Getty Images Líklega hefur enginn leikmaður spilað betur í NBA deildinni í vetur en LeBron James hjá Cleveland. Hann undirstrikaði það með sanni í nótt þegar hann skoraði meira en allt Portland-liðið í fjórða leikhlutanum í útisigri Cleveland 84-83. Það fauk í James í fjórða leikhlutanum í nótt þegar miðherjinn Joel Przybilla varði frá honum skot og eftir það héldu honum engin bönd. James skoraði 17 af 37 stigum sínum í fjórða leikhlutanum - þar af sigurkörfuna þegar 0,3 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann hirti auk þess 14 fráköst. Portland skoraði aðeins 15 stig í lokaleikhlutanum. Cleveland var mest 14 stigum undir í leiknum gegn Portland liði sem tapaði þarna aðeins fimmta leik sínum á heimavelli í allan vetur. "James var reiður út í sjálfan sig eftir að hann lét verja frá sér skot og eftir það tók hann yfir leikinn," sagði Zydrunas Ilgauskas, liðsfélagi hans. Cleveland hefur unnið 13 af síðustu 16 leikjum sínum og landaði þessum mikilvæga sigri í nótt án tveggja lykilmanna. LaMarcus Aldridge og Brandon Roy skoruðu 16 stig hvor fyrir Portland. Orlando lagði Miami á heimavelli 107-91 með góðum lokaspretti. Ricky Davis skoraði 21 stig fyrir Miami en Hedo Turkoglu var með 27 stig hjá Orlando. Philadelphia rótburstaði Milwaukee 112-69, en þetta var stærsti sigur Philadelphia síðan liðið flutti í heimahöll sína Wachovia Center og sá stærsti síðan árið 1982. Andre Iguodala skoraði 18 stig fyrir Philadelphia en Royal Ivey 17 fyrir Milwaukee. Toronto hefndi sín rækilega á Washington með 122-83 sigri á heimavelli, en Washington hafði betur í viðureign liðanna í fyrrakvöld eftir framlengdan leik. Andrea Bargnani skoraði 19 stig fyrir Toronto, sem hitti úr 13 af 18 þristum sínum í leiknum. DeShawn Stevenson skoraði 16 stig fyrir Washington. Golden State vann góðan útisigur á New Orleans 116-103. Stephen Jackson skoraði 26 stig fyrir Golden State og Baron Davis skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar. Chris Paul skoraði 28 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir heimamenn, sem höfðu unnið níu leiki í röð og höfðu unnið alla 20 leiki sína í vetur þar sem þeir skoruðu 100 stig eða meira. Minnesota heldur áfram að rétta úr kútnum og í nótt vann liðið góðan heimasigur á meiðslum hrjáðu liði Chicago 83-67. Al Jefferson var frábær í liði Minnesota eins og endranær og skoraði 26 stig og hirti 20 fráköst. Denver vann nauman sigur á Memphis 106-102 þar sem Allen Iverson tryggði gestunum í Denver sigurinn á vítalínunni í lokin. Iverson skoraði 32 stig og gaf 12 stoðsendingar en Rudy Gay skoraði 30 stig fyrir Memphis. Utah lagði New York 100-89 á heimavelli og vann þarna sjötta leikinn í röð. Deron Williams skoraði 22 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Utah en Jamal Crawford skoraði 26 stig fyrir New York. Sacramento lagði Charlotte 105-91 á heimavelli. Kevin Martin skoraði 22 stig fyrir Sacramento og Brad Miller skoraði 22 stig og hirti 21 frákast. Gerald Wallace skoraði 25 stig fyrir Charlotte. Loks vann LA Clippers 95-88 sigur á Atlanta á heimavelli. Josh Smith skoraði 21 stig, hirti 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir gestina en Al Thornton fór á kostum hjá Clippers með 33 stigum af bekknum. Chris Kaman og Corey Maggette gátu ekki leikið með Clippers vegna flensu. Staðan í NBA NBA Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Líklega hefur enginn leikmaður spilað betur í NBA deildinni í vetur en LeBron James hjá Cleveland. Hann undirstrikaði það með sanni í nótt þegar hann skoraði meira en allt Portland-liðið í fjórða leikhlutanum í útisigri Cleveland 84-83. Það fauk í James í fjórða leikhlutanum í nótt þegar miðherjinn Joel Przybilla varði frá honum skot og eftir það héldu honum engin bönd. James skoraði 17 af 37 stigum sínum í fjórða leikhlutanum - þar af sigurkörfuna þegar 0,3 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann hirti auk þess 14 fráköst. Portland skoraði aðeins 15 stig í lokaleikhlutanum. Cleveland var mest 14 stigum undir í leiknum gegn Portland liði sem tapaði þarna aðeins fimmta leik sínum á heimavelli í allan vetur. "James var reiður út í sjálfan sig eftir að hann lét verja frá sér skot og eftir það tók hann yfir leikinn," sagði Zydrunas Ilgauskas, liðsfélagi hans. Cleveland hefur unnið 13 af síðustu 16 leikjum sínum og landaði þessum mikilvæga sigri í nótt án tveggja lykilmanna. LaMarcus Aldridge og Brandon Roy skoruðu 16 stig hvor fyrir Portland. Orlando lagði Miami á heimavelli 107-91 með góðum lokaspretti. Ricky Davis skoraði 21 stig fyrir Miami en Hedo Turkoglu var með 27 stig hjá Orlando. Philadelphia rótburstaði Milwaukee 112-69, en þetta var stærsti sigur Philadelphia síðan liðið flutti í heimahöll sína Wachovia Center og sá stærsti síðan árið 1982. Andre Iguodala skoraði 18 stig fyrir Philadelphia en Royal Ivey 17 fyrir Milwaukee. Toronto hefndi sín rækilega á Washington með 122-83 sigri á heimavelli, en Washington hafði betur í viðureign liðanna í fyrrakvöld eftir framlengdan leik. Andrea Bargnani skoraði 19 stig fyrir Toronto, sem hitti úr 13 af 18 þristum sínum í leiknum. DeShawn Stevenson skoraði 16 stig fyrir Washington. Golden State vann góðan útisigur á New Orleans 116-103. Stephen Jackson skoraði 26 stig fyrir Golden State og Baron Davis skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar. Chris Paul skoraði 28 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir heimamenn, sem höfðu unnið níu leiki í röð og höfðu unnið alla 20 leiki sína í vetur þar sem þeir skoruðu 100 stig eða meira. Minnesota heldur áfram að rétta úr kútnum og í nótt vann liðið góðan heimasigur á meiðslum hrjáðu liði Chicago 83-67. Al Jefferson var frábær í liði Minnesota eins og endranær og skoraði 26 stig og hirti 20 fráköst. Denver vann nauman sigur á Memphis 106-102 þar sem Allen Iverson tryggði gestunum í Denver sigurinn á vítalínunni í lokin. Iverson skoraði 32 stig og gaf 12 stoðsendingar en Rudy Gay skoraði 30 stig fyrir Memphis. Utah lagði New York 100-89 á heimavelli og vann þarna sjötta leikinn í röð. Deron Williams skoraði 22 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Utah en Jamal Crawford skoraði 26 stig fyrir New York. Sacramento lagði Charlotte 105-91 á heimavelli. Kevin Martin skoraði 22 stig fyrir Sacramento og Brad Miller skoraði 22 stig og hirti 21 frákast. Gerald Wallace skoraði 25 stig fyrir Charlotte. Loks vann LA Clippers 95-88 sigur á Atlanta á heimavelli. Josh Smith skoraði 21 stig, hirti 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir gestina en Al Thornton fór á kostum hjá Clippers með 33 stigum af bekknum. Chris Kaman og Corey Maggette gátu ekki leikið með Clippers vegna flensu. Staðan í NBA
NBA Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira