Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að styttan sem sést á myndum frá Mars sé vindsorfið berg.
Yfirlýsing NASA kemur í kjölfar mikilla bollalegginga á netinu um að styttan sýndi fram á að líf hefði verið á Mars í árdaga. Annars voru tilgáturnar af ýmsum toga, eða frá því að þetta væri garðálfur og upp í Maríu mey.
Einhverjir tóku eftir því að styttan er sláandi lík Litlu hafnmeyjunni í Kaupmannahöfn. Því bloggaði einn áhugasamur um að styttan væri merki um forna siðmenningu á Mars sem hefði svo tekið sig upp og flutt til Danmerkur.