Aftur lá Phoenix fyrir Minnesota 24. janúar 2008 08:30 Al Jefferson var mjög öflugur í liði Minnesota í nótt þegar það vann Phoenix í annað skiptið í vetur Nordic Photos / Getty Images Það var mikið fjör í NBA deildinni í körfubolta í nótt þegar tólf leikir voru á dagskrá. Lélegasta lið deildarinnar, Minnesota Timberwolves, gerði sér lítið fyrir og lagði Phoenix Suns í annað skiptið í vetur. Minnesota vann 117-107 á heimavelli og hefndi fyrir 20 stiga tap í Phoenix á dögunum. Minnesota hefur unnið tvær af þremur viðureignum liðanna í vetur og í nótt vann liðið annan sigur sinn í röð í fyrsta skipti í vetur. Minnesota hefur aðeins unnið 7 leiki í allan vetur. Al Jefferson var frábær í liði Minnesota og setti persónulegt met með 39 stigum og hirti auk þess 15 fráköst. Marco Jaric skoraði 15 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Amare Stoudemire skoraði 33 stig fyrir Phoenix og hitti úr 14 af 16 skotum sínum. Steve Nash skoraði 21 stig og gaf 16 stoðsendingar hjá Phoenix, sem hafði unnið fjóra leiki í röð og var með næstflesta sigurleiki allra liða í deildinni. Cleveland vann stærsta sigur sinn í deildinni í fjórtan ár þegar það burstaði Washington 121-85. Zydrunas Ilgauskas skoraði 24 stig fyrir Cleveland og hitti úr öllum 10 skotum sínum utan af velli og LeBron James var með 23 stig, 8 stoðsendingar og 8 fráköst. Brendan Haywood var stigahæstur í slöku liði Washington með 11 stig. Detroit vann 86-78 sigur á Philadelphia eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð í fyrsta skiptið í vetur. Rip Hamilton skoraði 21 stig fyrir Detroit en Willie Green skoraði 16 stig fyrir Philadelphia. Boston tapaði nokkuð óvænt á heimavelli fyrir Toronto 114-112 þar sem leikmenn Toronto hittu úr 15 af 21 þriggja stiga skoti í leiknum. Jose Calderon tryggði Toronto sigurinn með körfu og víti á lokasekúndunum. Hann skoraði 24 stig í leiknum en Kevin Garnett var atkvæðamestur í liði heimamanna með 26 stig. Þetta var aðeins sjöunda tap Boston í allan vetur. Orlando setti félagsmet með 18 þristumHedo Turkoglu skoraði sex af átján þristum OrlandoNordicPhotos/GettyImagesDallas lagði Charlotte á útivelli 102-95 þar sem Devin Harris var með 23 stig og 9 stoðsendingar hjá Dallas og Josh Howard 21 stig og 12 fráköst. Gerald Wallace skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst fyrir Charlotte og Jason Richardson skoraði líka 22 stig. Jerry Stackhouse meiddist á læri og þurfti að fara af velli hjá Dallas.New Orleans vann fimmta leikinn í röð þegar það skellti Portland á heimavelli í viðureign spútnikliðanna tveggja í deildinni. Jannero Pargo skoraði 24 stig fyrir New Orleans og Chris Paul var með 18 stig og 10 stoðsendingar, en LaMarcus Aldridge skoraði 18 stig fyrir Portland.Orlando burstaði Memphis 112-85 á útivelli þar sem Orlando setti félagmet með 18 þristum í leiknum. Hedo Turkoglu skoraði 26 stig fyrir Orlando en Rudy Gay skoraði 20 stig fyrir slaka heimamenn.San Antonio vann góðan heimasigur á LA Lakers 103-91 þar sem Tim Duncan skoraði 28 stig og hirti 17 fráköst fyrir San Antonio en Kobe Bryant skoraði 29 stig, hirti 12 fráköst og tapaði 9 boltum fyrir Lakers. Þetta var annar sigur San Antonio á Lakers í þremur leikjum liðanna til þessa í vetur.Chicago lagði Indiana 108-95 þar sem leikstjórnandinn Kirk Hinrich átti sinn besta leik í vetur með 38 stigum, 10 stoðsendingum og 8 fráköstum fyrir Chicago. Danny Granger skoraði 33 stig fyrir Indiana, sem var með afleita hittni í leiknum.Houston slapp með skrekkinn í 109-107 sigri á Seattle á útivelli þar sem Tracy McGrady klikkaði á tveimur vítum sem hefðu geta tryggt Houston öruggan sigur í lokin. Nýliðinn Kevin Durant hjá Seattle fékk tvö tækifæri til að jafna í lokin en náði ekki að setja skotin niður.McGrady var stigahæstur hjá Houston með 28 stig af bekknum og Yao Ming skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst. Durant skoraði 25 stig fyrir Seattle og Wally Szczerbiak var með 22 stig.Loks vann LA Clippers öruggan heimasigur á Sacramento 111-85. Al Thornton skoraði 23 stig fyrir Clippers, Corey Maggette 21 og Chris Kaman skoraði 20 stig og hirti 21 frákast. Mike Bibby skoraði 16 stig fyrir Sacramento. NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Það var mikið fjör í NBA deildinni í körfubolta í nótt þegar tólf leikir voru á dagskrá. Lélegasta lið deildarinnar, Minnesota Timberwolves, gerði sér lítið fyrir og lagði Phoenix Suns í annað skiptið í vetur. Minnesota vann 117-107 á heimavelli og hefndi fyrir 20 stiga tap í Phoenix á dögunum. Minnesota hefur unnið tvær af þremur viðureignum liðanna í vetur og í nótt vann liðið annan sigur sinn í röð í fyrsta skipti í vetur. Minnesota hefur aðeins unnið 7 leiki í allan vetur. Al Jefferson var frábær í liði Minnesota og setti persónulegt met með 39 stigum og hirti auk þess 15 fráköst. Marco Jaric skoraði 15 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Amare Stoudemire skoraði 33 stig fyrir Phoenix og hitti úr 14 af 16 skotum sínum. Steve Nash skoraði 21 stig og gaf 16 stoðsendingar hjá Phoenix, sem hafði unnið fjóra leiki í röð og var með næstflesta sigurleiki allra liða í deildinni. Cleveland vann stærsta sigur sinn í deildinni í fjórtan ár þegar það burstaði Washington 121-85. Zydrunas Ilgauskas skoraði 24 stig fyrir Cleveland og hitti úr öllum 10 skotum sínum utan af velli og LeBron James var með 23 stig, 8 stoðsendingar og 8 fráköst. Brendan Haywood var stigahæstur í slöku liði Washington með 11 stig. Detroit vann 86-78 sigur á Philadelphia eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð í fyrsta skiptið í vetur. Rip Hamilton skoraði 21 stig fyrir Detroit en Willie Green skoraði 16 stig fyrir Philadelphia. Boston tapaði nokkuð óvænt á heimavelli fyrir Toronto 114-112 þar sem leikmenn Toronto hittu úr 15 af 21 þriggja stiga skoti í leiknum. Jose Calderon tryggði Toronto sigurinn með körfu og víti á lokasekúndunum. Hann skoraði 24 stig í leiknum en Kevin Garnett var atkvæðamestur í liði heimamanna með 26 stig. Þetta var aðeins sjöunda tap Boston í allan vetur. Orlando setti félagsmet með 18 þristumHedo Turkoglu skoraði sex af átján þristum OrlandoNordicPhotos/GettyImagesDallas lagði Charlotte á útivelli 102-95 þar sem Devin Harris var með 23 stig og 9 stoðsendingar hjá Dallas og Josh Howard 21 stig og 12 fráköst. Gerald Wallace skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst fyrir Charlotte og Jason Richardson skoraði líka 22 stig. Jerry Stackhouse meiddist á læri og þurfti að fara af velli hjá Dallas.New Orleans vann fimmta leikinn í röð þegar það skellti Portland á heimavelli í viðureign spútnikliðanna tveggja í deildinni. Jannero Pargo skoraði 24 stig fyrir New Orleans og Chris Paul var með 18 stig og 10 stoðsendingar, en LaMarcus Aldridge skoraði 18 stig fyrir Portland.Orlando burstaði Memphis 112-85 á útivelli þar sem Orlando setti félagmet með 18 þristum í leiknum. Hedo Turkoglu skoraði 26 stig fyrir Orlando en Rudy Gay skoraði 20 stig fyrir slaka heimamenn.San Antonio vann góðan heimasigur á LA Lakers 103-91 þar sem Tim Duncan skoraði 28 stig og hirti 17 fráköst fyrir San Antonio en Kobe Bryant skoraði 29 stig, hirti 12 fráköst og tapaði 9 boltum fyrir Lakers. Þetta var annar sigur San Antonio á Lakers í þremur leikjum liðanna til þessa í vetur.Chicago lagði Indiana 108-95 þar sem leikstjórnandinn Kirk Hinrich átti sinn besta leik í vetur með 38 stigum, 10 stoðsendingum og 8 fráköstum fyrir Chicago. Danny Granger skoraði 33 stig fyrir Indiana, sem var með afleita hittni í leiknum.Houston slapp með skrekkinn í 109-107 sigri á Seattle á útivelli þar sem Tracy McGrady klikkaði á tveimur vítum sem hefðu geta tryggt Houston öruggan sigur í lokin. Nýliðinn Kevin Durant hjá Seattle fékk tvö tækifæri til að jafna í lokin en náði ekki að setja skotin niður.McGrady var stigahæstur hjá Houston með 28 stig af bekknum og Yao Ming skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst. Durant skoraði 25 stig fyrir Seattle og Wally Szczerbiak var með 22 stig.Loks vann LA Clippers öruggan heimasigur á Sacramento 111-85. Al Thornton skoraði 23 stig fyrir Clippers, Corey Maggette 21 og Chris Kaman skoraði 20 stig og hirti 21 frákast. Mike Bibby skoraði 16 stig fyrir Sacramento.
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum