Óvænt úrslit í NBA í nótt 16. janúar 2008 09:19 LeBron James var sjóðandi heitur í nótt og skoraði 51 stig NordicPhotos/GettyImages Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og nokkuð var um óvænt úrslit. LeBron James skoraði 51 stig fyrir Cleveland þegar liðið sigraði Memphis 132-124 í framlengdum leik. James skoraði 25 af þessum stigum sínum í fjórða leikhlutanum og framlengingu og var þetta í fjórða skiptið á ferlinum sem hann skorar 50 stig eða meira. "Það er gaman að ná svona áfanga þegar við vinnum. Hvert einasta stig sem ég skoraði í kvöld skipti máli. Við höfum tapað þegar ég skora 50 stig og þá fannst mér mun minna til þess komið," sagði James eftir leikinn. Hann hirti auk þessa 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Rudy Gay var atkvæðamestur hjá Memphis með 30 stig og 9 fráköst, Pau Gasol skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst og Juan Carlos Navarro skoraði 26 stig af bekknum. Atlanta vann góðan heimasigur á Denver 104-93 þar sem Joe Johnson skoraði 22 stig fyrir heimamenn en Carmelo Anthony setti 36 stig fyrir gestina. Orlando vann auðveldan sigur á Chicago 102-88. Rashard Lewis skoraði 26 stig fyrir Orlando en Joe Smith var stigahæstur hjá gestunum með 13 stig. Detroit skellti Toronto heima 103-89 þar sem Rip Hamilton skoraði 39 stig fyrir Detroit og hitti mjög vel úr skotum sínum (16-22). Chris Bosh var atkvæðamestur hjá gestunum með 16 stig og 11 fráköst. Washington tapaði 105-93 í New York eftir að hafa lagt Boston að velli tvisvar á einni viku. Jamaal Crawford skoraði 29 stig fyrir New York en Caron Butler setti 24 stig fyrir Washington. Þetta var annar sigur New York í röð og slíkt hefur verið sjaldgæft hjá liðinu í vetur enda aðeins 11 sigrar komnir í hús. Golden State lagði Minnesota á útivelli 105-98 þar sem Baron Davis skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Golden State en Antoine Walker skoraði 26 stig fyrir heimamenn sem hafa aðeins unnið 5 leiki í allan vetur. Óvænt tap hjá PhoenixSam Cassell fór fyrir Clippers liðinu í sigrinum á PhoenixNordicPhotos/GettyImagesPhiladelphia vann óvæntan útisigur á Houston 105-98 og stöðvaði þar með sjö leikja taphrinu. Liðið var á tíma 16 stigum undir í síðari hálfleik en tók mikla rispu í lokin og tryggði sér fyrsta sigurinn á útivelli í sex tilraunum. Andre Miller skoraði 26 stig fyrir Philadelphia en Yao Ming var með 25 stig og 8 fráköst hjá heimamönnum.Þá tapaði Phoenix óvænt fyrir LA Clippers á útivelli 97-90. Clippers liðið hafði tapað fjórum leikjum í röð en það var gamla brýnið Sam Cassell sem tryggði liðinu sigur með 32 stigum og hitti hann úr 15 af 21 skoti sínu í leiknum, gaf 7 stoðsendingar og hirti 6 fráköst. Corey Maggette skoraði 21 stig og Chris Kaman hirti 18 fráköst.Amare Stoudemire skoraði 29 stig og hirti 8 fráköst fyrir Phoenix, Raja Bell skoraði 15 stig, Steve Nash var með 14 stig og 13 stoðsendingar og Shawn Marion skoraði einnig 14 stig og hirti 17 fráköst.Staðan í NBA:Austurdeild:1 BOS 30-6 2 DET 29-10 3 ORL 24-16 4 WAS 20-17 5 CLE 20-18 6 TOR 20-18 7 ATL 17-17 8 NJN 18-19 9 IND 17-22 10 MIL 15-23 11 CHI 14-22 12 PHI 15-24 13 CHA 14-23 14 NYK 11-26 15 MIA 8-28Vesturdeild:1 LAL 26-11 2 SAS 25-11 3 DAL 26-12 4 PHO 26-12 5 NOR 25-12 6 POR 23-14 7 DEN 22-15 8 GSW 23-16 9 UTH 22-17 10 HOU 20-19 11 SAC 15-21 12 LAC 11-23 13 MEM 10-28 14 SEA 9-28 15 MIN 5-32 NBA Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og nokkuð var um óvænt úrslit. LeBron James skoraði 51 stig fyrir Cleveland þegar liðið sigraði Memphis 132-124 í framlengdum leik. James skoraði 25 af þessum stigum sínum í fjórða leikhlutanum og framlengingu og var þetta í fjórða skiptið á ferlinum sem hann skorar 50 stig eða meira. "Það er gaman að ná svona áfanga þegar við vinnum. Hvert einasta stig sem ég skoraði í kvöld skipti máli. Við höfum tapað þegar ég skora 50 stig og þá fannst mér mun minna til þess komið," sagði James eftir leikinn. Hann hirti auk þessa 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Rudy Gay var atkvæðamestur hjá Memphis með 30 stig og 9 fráköst, Pau Gasol skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst og Juan Carlos Navarro skoraði 26 stig af bekknum. Atlanta vann góðan heimasigur á Denver 104-93 þar sem Joe Johnson skoraði 22 stig fyrir heimamenn en Carmelo Anthony setti 36 stig fyrir gestina. Orlando vann auðveldan sigur á Chicago 102-88. Rashard Lewis skoraði 26 stig fyrir Orlando en Joe Smith var stigahæstur hjá gestunum með 13 stig. Detroit skellti Toronto heima 103-89 þar sem Rip Hamilton skoraði 39 stig fyrir Detroit og hitti mjög vel úr skotum sínum (16-22). Chris Bosh var atkvæðamestur hjá gestunum með 16 stig og 11 fráköst. Washington tapaði 105-93 í New York eftir að hafa lagt Boston að velli tvisvar á einni viku. Jamaal Crawford skoraði 29 stig fyrir New York en Caron Butler setti 24 stig fyrir Washington. Þetta var annar sigur New York í röð og slíkt hefur verið sjaldgæft hjá liðinu í vetur enda aðeins 11 sigrar komnir í hús. Golden State lagði Minnesota á útivelli 105-98 þar sem Baron Davis skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Golden State en Antoine Walker skoraði 26 stig fyrir heimamenn sem hafa aðeins unnið 5 leiki í allan vetur. Óvænt tap hjá PhoenixSam Cassell fór fyrir Clippers liðinu í sigrinum á PhoenixNordicPhotos/GettyImagesPhiladelphia vann óvæntan útisigur á Houston 105-98 og stöðvaði þar með sjö leikja taphrinu. Liðið var á tíma 16 stigum undir í síðari hálfleik en tók mikla rispu í lokin og tryggði sér fyrsta sigurinn á útivelli í sex tilraunum. Andre Miller skoraði 26 stig fyrir Philadelphia en Yao Ming var með 25 stig og 8 fráköst hjá heimamönnum.Þá tapaði Phoenix óvænt fyrir LA Clippers á útivelli 97-90. Clippers liðið hafði tapað fjórum leikjum í röð en það var gamla brýnið Sam Cassell sem tryggði liðinu sigur með 32 stigum og hitti hann úr 15 af 21 skoti sínu í leiknum, gaf 7 stoðsendingar og hirti 6 fráköst. Corey Maggette skoraði 21 stig og Chris Kaman hirti 18 fráköst.Amare Stoudemire skoraði 29 stig og hirti 8 fráköst fyrir Phoenix, Raja Bell skoraði 15 stig, Steve Nash var með 14 stig og 13 stoðsendingar og Shawn Marion skoraði einnig 14 stig og hirti 17 fráköst.Staðan í NBA:Austurdeild:1 BOS 30-6 2 DET 29-10 3 ORL 24-16 4 WAS 20-17 5 CLE 20-18 6 TOR 20-18 7 ATL 17-17 8 NJN 18-19 9 IND 17-22 10 MIL 15-23 11 CHI 14-22 12 PHI 15-24 13 CHA 14-23 14 NYK 11-26 15 MIA 8-28Vesturdeild:1 LAL 26-11 2 SAS 25-11 3 DAL 26-12 4 PHO 26-12 5 NOR 25-12 6 POR 23-14 7 DEN 22-15 8 GSW 23-16 9 UTH 22-17 10 HOU 20-19 11 SAC 15-21 12 LAC 11-23 13 MEM 10-28 14 SEA 9-28 15 MIN 5-32
NBA Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira