Lakers liðið í NBA deildinni varð fyrir áfalli í gær þegar í ljós kom að miðherjinn ungi Andrew Bynum yrði frá keppni næstu átta vikurnar eða svo vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leik í fyrrakvöld.
Bynum hefur verið lykilmaður í frísku liði Lakers í vetur með 13 stig, 10 fráköst og bestu skotnýtinguna í deildinni - 63%. Hann datt illa í leik gegn Memphis í fyrrinótt og fékk högg á hnéskelina, sem brákaðist og gekk til.