Mike Brown, þjálfari Cleveland Cavaliers í NBA deildinni, skrifaði í dag undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við félagið og er því bundinn til ársins 2011.
Brown er á sínu þriðja ári með Cleveland og stýrði því nokkuð óvænt alla leið í lokaúrslitin síðasta sumar, þar sem það tapaði 4-0 fyrir San Antonio.
Eldri samningur Brown hefði runnið út á næsta ári, en hann hefur verið í viðræðum um framlengingu á samningnum síðan í sumar.
Cleveland hefur ekki gengið vel í vetur og er með rétt rúmlega 50% vinningshlutfall (19-18).