Detroit niðurlægt í New York 14. janúar 2008 05:47 Renaldo Balkman og Nate Robinson hjá New York unnu langþráðan tíunda sigur sinn á leiktíðinni NordicPhotos/GettyImages Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Detroit var nálægt því að setja félagsmet þegar liðið steinlá fyrir slöku liði New York á útivelli 89-65. Þetta var þriðja lægsta stigaskor Detroit í sögu félagsins og segja má að liðið hafi aldrei séð til sólar í leiknum í nótt. Heimamenn í New York hafa ekki haft margar ástæður til að fagna í vetur og áhorfendur í Madison Square Garden voru margir hverjir með annað augað á risaskjánum yfir vellinum í nótt þar sem verið var að sýna frá leik New York Giants og Dallas Cowboys í NFL deildinni. "Ég þvoði þennan leik af mér í sturtunni og nú er ekkert annað fyrir okkur en að gleyma þessum leik sem fyrst og horfa fram á við," sagði Chauncey Billups, leikstjórnandi Detroit eftir leikinn. Billups var einn af fáum mönnum Detroit sem urðu sér ekki til skammar í leiknum og skoraði 14 stig. Antonio McDyess skoraði 15 stig og hirti 13 fráköst. Zach Randolph skoraði 25 stig fyrir New York og Jamaal Crawford skoraði 15 stig, þar af 9 í röð í þriðja leikhlutanum þegar heimamenn stungu af. Toronto vann 116-109 sigur á Portland í æsilegum og tvíframlengdum leik. Chris Bosh skoraði 38 stig og hirti 14 fráköst fyrir Toronto en Brandon Roy var með 33 stig og 10 stoðsendingar hjá Portland. Atlanta burstaði Chicago 105-84 þar sem Joe Johnson skoraði 37 stig og hirti 9 fráköst fyrir Atlanta en Luol Deng var með 28 stig hjá Chicago. New Orleans lagði Houston 87-82 á útivelli í uppgjöri tveggja af heitari liðum deildarinnar. Yao Ming skoraði 30 stig og hirti 16 fráköst fyrir Houston en David West skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst fyrir New Orleans og Chris Paul var með 19 stig og 11 stoðsendingar - og var allt í öllu hjá gestunum á lokakaflanum. Lakers menn stumra hér áhyggjufullir yfir Andrew Bynum í nóttNordicPhotos/GettyImages Golden State lagði Indiana 106-101 eftir að hafa verið undir lengst af í leiknum á heimavelli. Munaði þar mestu um frábæra frammistöðu bakvarðanna Monta Ellis og Baron Davis hjá heimamönnum, en Ellis skoraði 29 stig og hirti 8 fráköst og Davis skoraði 27 stig og hirti 7 fráköst. Jermaine O´Neal skoraði 27 stig, hirti 9 fráköst og varði 6 skot hjá Indiana, Danny Granger skoraði 20 stig og hirti 8 fráköst og Mike Dunleavy skoraði 18 stig, hirti 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Loks vann LA Lakers nauman heimasigur á Memphis Grizzlies 100-99 þar sem Lakers liðið varð fyrir áfalli þegar miðherjinn Andrew Bynum þurfti að fara af velli meiddur á hné og ljóst að hann missir af næstu leikjum liðsins. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 37 stig annan leikinn í röð en enginn annar leikmaður liðsins skoraði meira en 10 stig. Mike Miller var stigahæstur hjá Memphis með 27 stig og Pau Gasol skoraði 21 stig, hirti 18 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjör og viðtöl: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjör og viðtöl: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Sjá meira
Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Detroit var nálægt því að setja félagsmet þegar liðið steinlá fyrir slöku liði New York á útivelli 89-65. Þetta var þriðja lægsta stigaskor Detroit í sögu félagsins og segja má að liðið hafi aldrei séð til sólar í leiknum í nótt. Heimamenn í New York hafa ekki haft margar ástæður til að fagna í vetur og áhorfendur í Madison Square Garden voru margir hverjir með annað augað á risaskjánum yfir vellinum í nótt þar sem verið var að sýna frá leik New York Giants og Dallas Cowboys í NFL deildinni. "Ég þvoði þennan leik af mér í sturtunni og nú er ekkert annað fyrir okkur en að gleyma þessum leik sem fyrst og horfa fram á við," sagði Chauncey Billups, leikstjórnandi Detroit eftir leikinn. Billups var einn af fáum mönnum Detroit sem urðu sér ekki til skammar í leiknum og skoraði 14 stig. Antonio McDyess skoraði 15 stig og hirti 13 fráköst. Zach Randolph skoraði 25 stig fyrir New York og Jamaal Crawford skoraði 15 stig, þar af 9 í röð í þriðja leikhlutanum þegar heimamenn stungu af. Toronto vann 116-109 sigur á Portland í æsilegum og tvíframlengdum leik. Chris Bosh skoraði 38 stig og hirti 14 fráköst fyrir Toronto en Brandon Roy var með 33 stig og 10 stoðsendingar hjá Portland. Atlanta burstaði Chicago 105-84 þar sem Joe Johnson skoraði 37 stig og hirti 9 fráköst fyrir Atlanta en Luol Deng var með 28 stig hjá Chicago. New Orleans lagði Houston 87-82 á útivelli í uppgjöri tveggja af heitari liðum deildarinnar. Yao Ming skoraði 30 stig og hirti 16 fráköst fyrir Houston en David West skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst fyrir New Orleans og Chris Paul var með 19 stig og 11 stoðsendingar - og var allt í öllu hjá gestunum á lokakaflanum. Lakers menn stumra hér áhyggjufullir yfir Andrew Bynum í nóttNordicPhotos/GettyImages Golden State lagði Indiana 106-101 eftir að hafa verið undir lengst af í leiknum á heimavelli. Munaði þar mestu um frábæra frammistöðu bakvarðanna Monta Ellis og Baron Davis hjá heimamönnum, en Ellis skoraði 29 stig og hirti 8 fráköst og Davis skoraði 27 stig og hirti 7 fráköst. Jermaine O´Neal skoraði 27 stig, hirti 9 fráköst og varði 6 skot hjá Indiana, Danny Granger skoraði 20 stig og hirti 8 fráköst og Mike Dunleavy skoraði 18 stig, hirti 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Loks vann LA Lakers nauman heimasigur á Memphis Grizzlies 100-99 þar sem Lakers liðið varð fyrir áfalli þegar miðherjinn Andrew Bynum þurfti að fara af velli meiddur á hné og ljóst að hann missir af næstu leikjum liðsins. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 37 stig annan leikinn í röð en enginn annar leikmaður liðsins skoraði meira en 10 stig. Mike Miller var stigahæstur hjá Memphis með 27 stig og Pau Gasol skoraði 21 stig, hirti 18 fráköst og gaf 8 stoðsendingar.
NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjör og viðtöl: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjör og viðtöl: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Sjá meira