Færeyska landstjórnin hefur látið undirbúa þingsálykturnartillögu um að færeyskan fái stöðu þjóðtungu og verði einnig notuð í opinberu máli.
Til dæmis fyrir dómstólum og hjá lögreglu, þar sem danskan hefur verið mikið notuð.
Í landsstjórnarlögunum milli Danmerkur og Færeyja segir í dag að færeyskan skuli njóta viðurkenningar sem aðal-tungumál Færeyja.
Hinsvegar eigi að kenna dönsku vel og vandlega og að danska geti rétt eins og færeyska verið notuð við opinberar athafnir.
Það var Árni Dahl lektor í færeysku og bókmenntum, sem stýrði nefndinni sem skrifaði þingsálykturnartillöguna.
Dahl sagði í samtali við Ritzau fréttastofuna að þótt færeyskan sé ekki í neinni útrýmingarhættu sé löngu orðið tímabært að taka upp opinbera stefnu um þjóðtungu eyjanna.