Gengi hlutabréfa í Exista féll um 14,17 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta fall dagsins á afar rauðum degi á íslenskum hlutabréfamarkaði.
Gengi bréfa í Atorku fór niður um 13,57 prósent, Spron um 13,43 prósent og Century Aluminum um 10,5 prósent.
Þá féll gengi bréfa í Straumi um 8,13 prósent, Bakkavarar um 7,88 prósent og Atlantic Petroleum um 7,37 prósent.
Önnur félög lækkuðu minna, þó minnst í Eimskipafélaginu en gengi bréfa í félaginu fór niður um 0,96 prósent.
Einungis gengi bréfa í færeyska bankanum Eik bank hækkaði í dag, eða um 3,53 prósent.
Úrvalsvísitalan féll um 4,8 prósent og stendur hún í 4.071 stigi.
Exista féll mest í dag

Mest lesið

Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps
Viðskipti erlent

Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað
Viðskipti innlent

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent

Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila
Viðskipti innlent

Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur



„Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“
Viðskipti innlent

Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð
Viðskipti innlent