Arnar Pétursson hjá Haukum var í dag útnefndur besti leikmaður umferða 22-28 í N1 deild karla í handbolta og þjálfari hans hjá Haukum, Aron Kristjánsson, besti þjálfarinn.
Haukar voru fyrirferðamiklir í úrvalsliði umferðanna en þeir tryggðu sér sem kunnugt er Íslandsmeistaratitilinn með góðum endaspretti. Lið Hauka þótti hafa verið með bestu umgjörðina í lokaumferðunum.
Þeir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson voru kjörnir bestu dómararnir.
Úrvalslið umferðanna hjá körlunum:
Markvörður: Egidijus Petkevicius, HK.
Vinstra horn: Freyr Brynjarsson, Haukar.
Vinstri skytta: Gunnar Berg Viktorsson, Haukar.
Miðja: Andri Stefan Guðrúnarson, Haukar.
Hægri skytta: Rúnar Kárason, Fram.
Hægra horn: Ragnar Hjaltested Ragnarsson, HK.
Lína: Arnar Pétursson, Haukar.