Aldrei að vita nema Ólafur verði með eftir áramót 3. október 2008 14:04 Guðmundur Guðmundsson Mynd/Vilhelm Nú styttist óðum í fyrstu verkefni íslenska landsliðsins í handbolta í forkeppni EM, en meiðsli lykilmanna íslenska liðsins og óvissa með framtíð Ólafs Stefánssonar setja þar nokkuð strik í reikninginn. Ólafur Stefánsson fyrirliði gaf ekki kost á sér í næstu verkefni með landsliðinu og þá eiga þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Alexander Petersson við meiðsli að stríða. Íslenska liðið tekur á móti Belgum hér heima þann 29. þessa mánaðar og sækir svo Norðmenn heim þann 1. nóvember. Guðmundur Guðmundsson framlengdi samning sinn við HSÍ til ársins 2012 í hádeginu og honum til aðstoðar verða áfram þeir Óskar Bjarni Óskarsson og Kristján Halldórsson. "Það er ekki útséð með það að þessir leikmenn missi af næstu verkefnum, en svona eru íþróttirnar. Við munum byggja á sama kjarna og var á Ólympíuleikunum en við þurfum að fá nýjan mann inn fyrir Ólaf og eitt og annað þannig. Meiðsli þessara lykilmanna koma á slæmum tíma, en þannig er það alltaf í þessu. Það þýðir ekkert að velta sér upp úr því," sagði Guðmundur í samtali við Vísi. Kristján mun fá það verkefni að stýra B-liðinu áfram og verkefni sem kallað hefur verið 2012 hópurinn. Þar verður markmiðið að gera íslenska landsliðshópinn breiðari og fá yngri leikmönnum reynslu af því að spila landsleiki. "Við þurfum breiðari landsliðshóp og þess vegna erum við með þetta hliðarverkefni sem við köllum 2012 hópinn. Markmiðið er að finna þessum hóp regluleg verkefni, helst tvisvar á ári eða oftar," sagði Guðmundur. En er Ólafur Stefánsson út úr myndinni í komandi verkefnum? "Hann er ekki inni í myndinni í augnablikinu, en það er aldrei að vita nema hann komi og veri með okkur eftir áramót. Hann hefur gaman að því að koma og hitta okkur," sagði Guðmundur. Íslenski handboltinn Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Nú styttist óðum í fyrstu verkefni íslenska landsliðsins í handbolta í forkeppni EM, en meiðsli lykilmanna íslenska liðsins og óvissa með framtíð Ólafs Stefánssonar setja þar nokkuð strik í reikninginn. Ólafur Stefánsson fyrirliði gaf ekki kost á sér í næstu verkefni með landsliðinu og þá eiga þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Alexander Petersson við meiðsli að stríða. Íslenska liðið tekur á móti Belgum hér heima þann 29. þessa mánaðar og sækir svo Norðmenn heim þann 1. nóvember. Guðmundur Guðmundsson framlengdi samning sinn við HSÍ til ársins 2012 í hádeginu og honum til aðstoðar verða áfram þeir Óskar Bjarni Óskarsson og Kristján Halldórsson. "Það er ekki útséð með það að þessir leikmenn missi af næstu verkefnum, en svona eru íþróttirnar. Við munum byggja á sama kjarna og var á Ólympíuleikunum en við þurfum að fá nýjan mann inn fyrir Ólaf og eitt og annað þannig. Meiðsli þessara lykilmanna koma á slæmum tíma, en þannig er það alltaf í þessu. Það þýðir ekkert að velta sér upp úr því," sagði Guðmundur í samtali við Vísi. Kristján mun fá það verkefni að stýra B-liðinu áfram og verkefni sem kallað hefur verið 2012 hópurinn. Þar verður markmiðið að gera íslenska landsliðshópinn breiðari og fá yngri leikmönnum reynslu af því að spila landsleiki. "Við þurfum breiðari landsliðshóp og þess vegna erum við með þetta hliðarverkefni sem við köllum 2012 hópinn. Markmiðið er að finna þessum hóp regluleg verkefni, helst tvisvar á ári eða oftar," sagði Guðmundur. En er Ólafur Stefánsson út úr myndinni í komandi verkefnum? "Hann er ekki inni í myndinni í augnablikinu, en það er aldrei að vita nema hann komi og veri með okkur eftir áramót. Hann hefur gaman að því að koma og hitta okkur," sagði Guðmundur.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira