
Heimsókn í Þúsaldarþorp
Þetta bankaútibú fer um fjarlæg sveitaþorp á sínum 4 x 4 og tryggir smábændum og athafnakonum aðgang að lánum og innistæðum. Til þessa hefur fólkið enga reynslu af bankaviðskiptum. Við hús í þorpinu voru tvær korngeymslur til einkanota. Önnur er nýmæli úr tágum og viðjum og lyft frá jöðru til að þurrka maísstönglana.
Eftir vinnslu er kornið sett í steypta hvelfingu á stærð við geymsluherbergi, þar rúmast 150 sekkir af mjöli. Hér eins og svo víða í Afríku rýrnar uppskera um 30-40 % vegna skemmda og skordýra sem éta frá fólkinu. Í næsta húsi var regnvatni safnað í þakrennur sem veittu vatninu beint í steyptan tank til að eiga yfir þurrkatímann og vökva akurinn.
Og svona hélt þetta áfram. Alls konar dæmi um framsæknar hugmyndir sem innleiddar eru í þessu Þúsaldarþorpi, sem kennt er við þróunarmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Á einum stað fiskitjörn bænda, á öðrum stað geitakofi fyrir bónda sem fékk þær gefnar til að hefja rækt; sami maður hafði notað gróða af aukinni uppskeru til að fjárfesta í smávöruverslun.
Þessi aukna uppskera fékkst eftir að bændum var gefinn áburður gegn því að leggja fram korn á móti í skólamáltíðir. Stór kornhlaða var í byggingu til að hægt væri að safna saman uppskeru smábænda og selja kaupmönnum í heildsölu, hver og einn þarf því ekki að fara langar leiðir á markað. Konur skiptast á að elda skólamáltíðir sem hafa fjölgað nemendum úr 400 í 500. Já, og meira að segja er komin heilsugæsla á svæðið. Allt í fullum gangi.
Draumur og veruleikiÞúsaldarþorpin eru hluti af þróunarátaki sem magir kenna við bandaríska hagfræðinginn Jeffrey Sachs, og hann myndi svo sannarlega ekki mótmæla því. Valin voru á annan tug þorpa í Malaví, Kenía, Eþíópíu og víðar og gerð að sýnishornum af því hvernig á að skjóta fátæku fólki fram á við með heildstæðu átaki. Grunnurinn er áburður og fræ til að stórauka uppskeru. Samtímis á að efla skóla, heilsugæslu og innviði. Sachs telur að fjárfesting sem nemur 110 dollurum á mann í hverju þorpi í fimm ár dugi til að koma málum í viðunandi horf til að leysa fólk úr fátæktargildru. Út frá hverju Þúsaldarþorpi á svo að þróa kjarna fleiri þorpa, og svo enn fleiri, þar til öll sveitaþorp Afríku eru orðin Þúsaldarþorp. Aðferðin á að breiðast út eins og eldur í sinu. Veruleikinn er sá að það tekur mun meiri tíma og peninga að koma þessu í kring en Sachs reiknar með.
Spurning um sjálfbærniAllir sem koma nálægt þróunarverkefnum spyrja um sjálfbærni. Hvað tekur við þegar fjárframlög hætta? Í þorpinu sem við skoðuðum er þessari spurningu svarað í bili með því að lengja fjárfestingatímabilið. Í þeim þorpum sem aðrir hafa fjallað um eru sömu ágallar. Tekjuaukinn sem á að skapast við innspýtingu af áburði, fræjum og sölukerfi stendur eftir því sem næst verður komist ekki undir allri fjárfestingunni. Í nokkur ár er ,,gullöld" en hvað tekur svo við? Steypta korngeymslan sem við sáum hjá einum bændanna kostar að jafnvirði 20 þúsunda íslenskra króna, sem er langt handan við kaupgetu almennra bænda. Samt væri fróðlegt að reikna það dæmi til enda hvort svona geymslur gætu ekki staðið undir sér með því að minnka fáránlega rýrnum. Vatnstankurinn er miklu dýrari og enginn hefur efni á slíkum búnaði sjálfur. Bankastarfsemin er með niðugreiddum vöxtum frá verkefnisstjórn. Kornhlaðan er fyrir samvinnufélag sem enn hefur ekki verið stofnað og bændur hafa enga þekkingu á. Heilsugæslustarfsmennirnir eru á launum frá verkefninu, fólkið í sveitinni á ekki peninga til að borga komugjöld eða greiða lyf. Stendur þá verkefnið einhvern tíman undir sér? Verður hægt að sleppa af því hendinni? Grundvallarhugmyndin er að svo sé. Að aukin uppskera, markaðssetning og aðgangur að fjármálaþjónustu auk nýrra framleiðslugreina skili svo mikilli auðsköpun að samfélagið hafi sjálft efni á skólamáltíðum, heilsugæslu og öðrum lífsgæðum sem eru undirstaða velmegunar. Hugmyndin að Þúsaldarþorpum hefur margt við sig: Hún tekur á mörgum þáttum í einu en vasast ekki í sundurleitum smáverkefnum. En gagnrýnendur virðast hafa margt til síns máls þegar þeir efast um að enn ein töfralausnin og stórátakið í þróunarmálum gangi upp á mettíma. Á www.stefnajon.is má sjá myndir og ítarlegri umfjöllun um þessa heimsókn.
Skoðun

Réttur barna versus veruleiki
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Framtíð villta laxins hangir á bláþræði
Elvar Örn Friðriksson skrifar

„Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins
Birgir Finnsson skrifar

Við lifum ekki á tíma fasisma
Hjörvar Sigurðsson skrifar

Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við
Halldór Þór Svavarsson skrifar

Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi?
Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar

Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða
Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Þakkir til Sivjar
Arnar Sigurðsson skrifar

Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum
Ómar Torfason skrifar

Betri strætó strax í dag
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Viltu skilja bílinn eftir heima?
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050?
Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar

Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum
Vigdís M. Jónsdóttir skrifar

Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli?
Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar

Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta?
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana
Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar

Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims
Sigvaldi Einarsson skrifar

Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu
Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar

Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar
Finnur Th. Eiríksson skrifar

Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu
Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar

Hið landlæga fúsk
Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Þetta þarftu að vita: 12 atriði
Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Ég frétti af konu
Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar

Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Eineltið endaði með örkumlun
Davíð Bergmann skrifar

Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs
Finnur Ulf Dellsén skrifar

Við megum ekki tapa leiknum utan vallar
Eysteinn Pétur Lárusson skrifar

Börnin heyra bara sprengjugnýinn
Hjálmtýr Heiðdal skrifar